Böðvar Pálsson (Hjalteyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Böðvar Pálsson frá Steinum u. Eyjafjöllum, söðlasmiður fæddist þar 21. ágúst 1857 og lést 4. apríl 1934 á Hjalteyri við Vesturveg 13b.
Foreldrar hans voru Páll Sigurðsson vinnumaður, bóndi í Steinum, f. 8. september 1817, d. 20. janúar 1870, og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. október 1820, d. 15. ágúst 1875.

Böðvar missti föður sinn 1870. Hann var með ekkjunni móður sinni í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum 1870, var vinnumaður í Stokkseyrarseli 1880, söðlasmiður á Eyrarbakka 1890-1891, á Snæbýli í Skaftártungu, V.-Skaft. 1891-1893, á Seyðisfirði frá 1893 og enn 1910. Hann var hjá Árna syni sínum í Austurkoti á Álftanesi, Gull. 1920.
Böðvar flutti til Eyja frá Reykjavík 1927, bjó á Hjalteyri1930.
Þau Málfríður giftu sig 1889, eignuðust fjögur börn.
Böðvar lést 1934 og Málfríður 1947.

I. Kona Böðvars, (24. júlí 1889), var Málfríður Árnadóttir frá Búlandi í Skaftártungu, húsfreyja, f. þar 25. júlí 1868, d. 23. september 1947 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Árni Sigurður Böðvarsson rakarameistarri, útgerðarmaður, f. 28. júní 1898 í Snæbýli í Skaftártungu, V.-Skaft., d. 14. apríl 1975.
2. Sigríður Böðvarsdóttir húsfreyja á Ísafirði og í Reykjavík, f. 14. janúar 1893, d. 28. nóvember 1978.
3. Sigurlína Böðvarsdóttir, f. 21. ágúst 1894, d. 13. desember 1915.
4. Páll Vigfús Ólafur Böðvarsson skipstjóri, f. 16. mars 1901, d. 26. september 1939.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.