Lovísa Sigurðardóttir (yngri)
Lovísa Sigurðardóttir, húsfreyja, móttökuritari í Rvk fæddist 7. febrúar 1959.
Foreldrar hennar voru Sigurður Guðnason, sjómaður, skipstjóri, stýrimaður, f. 3. desember 1931, d. 6. júlí 2014, og kona hans Guðný Lilja Ársælsdóttir frá Fögrubrekku, húsfreyja, f. 22. apríl 1933.
Börn Lilju og Sigurðar:
1. Laufey Sigurðardóttir sjúkraliði á Sambýlinu í 26 ár, f. 4. júní 1955 á Fögrubrekku. Maður hennar Gunnar Rafn Einarsson.
2. Lovísa Sigurðardóttir móttökuritari í Reykjavík, f. 7. febrúar 1959. Maður hennar Guðmundur Sv. Hermannsson.
3. Guðni Sigurðsson skrifstofustjóri hjá Bíla- og vélaverkstæðinu Nethamri, f. 9. apríl 1963. Kona hans Olga Sædís Bjarnadóttir.
Þau Guðmundur giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Maður Lovísu er Guðmundur Sveinn Hermannsson blaðamaður við Morgunblaðið, f. 17. júlí 1957. Foreldrar hans Ágúst Hermann Sveinsson, f. 11. ágúst 1919, d. 27. ágúst 2001, og Guðrún Helga Jónsdóttir, f. 20. mars 1929, d. 20. febrúar 2017.
Börn þeirra:
1. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir, f. 16. desember 1983.
2. Arnar Guðmundsson, f. 27. ágúst 1988.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðmundur.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.