Laufey Sigurðardóttir (sjúkraliði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Laufey Sigurðardóttir.

Laufey Sigurðardóttir frá Fögrubrekku við Vestmannabraut 68, sjúkraliði fæddist þar 4. júní 1955.
Foreldrar hennar voru Sigurður Guðnason, sjómaður, skipstjóri, stýrimaður, f. 3. desember 1931, d. 6. júlí 2014, og kona hans Guðný Lilja Ársælsdóttir frá Fögrubrekku, húsfreyja, f. 22. apríl 1933.

Börn Lilju og Sigurðar:
1. Laufey Sigurðardóttir sjúkraliði á Sambýlinu í 26 ár, f. 4. júní 1955 á Fögrubrekku. Maður hennar Gunnar Rafn Einarsson.
2. Lovísa Sigurðardóttir móttökuritari í Reykjavík, f. 7. febrúar 1959. Maður hennar Guðmundur Sv. Hermannsson.
3. Guðni Sigurðsson skrifstofustjóri hjá Bíla- og vélaverkstæðinu Nethamri, f. 9. apríl 1963. Kona hans Olga Sædís Bjarnadóttir.

Laufey var með foreldrum sínum.
Hún varð sjúkraliði í Sjúkraliðaskóla Íslands 1976.
Laufey vann á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 1976-1985, í Hraðfrystistöðinni 1985-1990 og á Smbýlinu við Vestmannabraut 1990-1992.
Laufey var í stjórn Íþróttafélagsins Ægis.
Hún eignaðist barn með Oddgeiri.
Þau Gunnar Rafn giftu sig 1994, eignuðust tvö börn og Gunnar fóstraði barn hennar.

I. Barnsfaðir Laufeyjar er Oddgeir Björnsson sjómaður, múrari, f. 27. janúar 1957 í Reykjavík, d. 21. júní 2019.
Barn þeirra:
1. Sigurður Björn Oddgeirsson umsjónarmaður, f. 29. júní 1981.

II. Maður Laufeyjar, (3. desember 1994), Gunnar Rafn Einarsson bifreiðastjóri, f. 8. desember 1955 í Eyjum.
Börn þeirra:
2. Hjörvar Gunnarsson viðskiptafræðingur, starfar hjá Miðlun og rekur eigið fyrirtæki, f. 12. október 1992.
3. Ásta Lilja Gunnarsdóttir þroskaþjálfi, vinnur hjá Bænum, f. 11. maí 1994. Maður hennar Anton Örn Björnsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.