Lilja Guðmundsdóttir (Heiðardal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Lilja Guðmundsdóttir.

Lilja Guðmundsdóttir frá Heiðardal við Hásteinsveg 2, húsfreyja á Akureyri fæddist 4. júlí 1923 í Heiðardal og lést 26. maí 2007 í hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Sigurðsson bóndi, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 11. október 1881 í Litlu-Hildisey í A.-Landeyjum, d. 22. mars 1955, og kona hans Arnleif Helgadóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1882 á Grímsstöðum í V.-Landeyjum, d. 8. mars 1956.

Börn Arnleifar og Guðmundar:
1. Sigurður Helgi Guðmundsson, f. 26. júlí 1910, d. 8. október 1910.
2. Lilja Guðmundsdóttir, f. 25. ágúst 1911, d. 7. ágúst 1924.
3. Helgi Guðmundsson, f. 12. október 1914, d. 13. febrúar 1916.
4. Ásta Guðmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 31. mars 1917 í Birtingarholti, d. 27. maí 2003.
5. Sigríður Guðmundsdóttir, f. 2. janúar 1922, d. 15. apríl 1932.
6. Lilja Guðmundsdóttir húsfreyja á Akureyri, f. 4. júlí 1923 í Heiðardal, d. 26. maí 2007.

Lilja var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1940. Veturinn 1946-1947 stundaði Lilja nám við sænskan hússtjórnarskóla í Ljungsile.
Lilja vann á Pósthúsinu í Eyjum, fluttist til Reykjavíkur 1948 og hóf störf hjá Agli Vilhjálmssyni hf. Á níunda áratug síðustu aldar var hún leiðbeinandi á leikskólanum Iðavöllum á Akureyri. Þar starfaði hún þar til hún lét af störfum sökum aldurs.
Lilja tók virkan þátt í skátastarfi og söng í kirkjukór Landakirkju.
Á Akureyri starfaði Lilja með kvenfélaginu Framtíðinni um árabil og söng með Kór aldraðra á Akureyri um margra ára skeið.
Þau Gunnar giftu sig 1950, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Akureyri.
Lilja lést 2007 og Gunnar 2018.

I. Maður Lilju, (25. nóvember 1950), var Gunnar Bergur Árnason kaupmaður, leiðsögumaður, sjúkrahússstarfsmaður á Akureyri, f. 27. september 1924 í Ólafsfirði, d. 21. mars 2018. Foreldrar hans voru Árni Bergsson kaupmaður í Ólafsfirði, f. 9. október 1893, d. 17. september 1959, og kona hans Jóhanna Magnúsdóttir húsfreyja, f. 16. júní 1894, d. 18. júní 1965.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Örn Árnason læknir í Svíþjóð, f. 2. apríl 1952. Kona hans Helena Guðbjörg Gunnlaugsdóttir.
2. Jóhanna Arnleif Árnadóttir matvælafræðingur, f. 5. mars 1956. Maður hennar Vilbergur Kristinsson.
3. Erna Hildur Árnadóttir framhaldsskólakennari, f. 24. maí 1959. Maður hennar Gunnar Magnús Guðmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Morgunblaðið 5. júní 2007. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.