Lára Fríða Ágústsdóttir
Lára Fríða Ágústsdóttir húsfreyja fæddist 9. júlí 1912 í Reykjavík og lést 25. júní 2001 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Ágúst Lilliekvist Lárusson málari, myndlistarmaður, f. 7. febrúar 1888, d. 14. desember 1941 og kona hans Ágústa Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 3. desember 1882, d. 10. október 1949.
Lára var með foreldrum sínum í æsku, í Þingholtunum í Reykjavík.
Þau Óskar giftu sig 1934, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Heimagötu 25, byggðu ásamt Gísla föður Óskars húsið við Sólhlíð 3 og bjuggu þar.
Óskar lést 1983.
Lára flutti til Reykjavíkur, bjó að síðustu í Lönguhlíð 3.
Hún lést 2001.
I. Maður Láru Fríðu, (13. janúar 1934), var Óskar Gíslason skipstjóri, forstjóri, f. 9. mars 1913, d. 19. janúar 1983.
Börn þeirra:
1. Erna Óskarsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1934 í Reykjavík. Maður hennar Kári Óskarsson múrarameistari.
2. Hrefna Óskars Óskarsdóttir fóstra, býr í Bandaríkjunum, f. 30. september 1943 í Eyjum. Maður hennar John Minner.
3. Ágústa Óskars Óskarsdóttir Kettler matráður, f. 26. maí 1946 í Eyjum. Maður hennar Ernst Kettler.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 15. júlí 2001. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.