Kristján Friðriksson (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristján Friðriksson.

Halldór Kristján Friðriksson kennari fæddist 21. júlí 1912 á Efri-Hólum í Núpasveit, N. Þing. og lést 26. apríl 1980.
Foreldrar hans voru Friðrik Sæmundsson frá Narfastaðaseli í S.-Þing., bóndi, f. 12. maí 1872, d. 26. október 1936, og kona hans Guðrún Halldórsdóttir frá Syðri-Brekkum í Sauðaneshreppi, N.-Þing., húsfreyja, f. 12. júlí 1882, d. 15. október 1949.

Kristján varð gagnfræðingur í Menntaskólanum á Akureyri 1930, nam í Vallekilde Folkehöjskole á Sjálandi 1930-1931, sótti kennaranámskeið í Askov 1931. Hann lauk kennaraprófi 1933, sótti blaðamannanámskeið í Stokkhólmi 1938, verslunarnámskeið í Kaupmannahöfn 1947.
Kristján var kennari í Reykdælaskólahéraði í S.-Þing. 1931-1932, í Barnaskólanum í Eyjum 1933-1939, var stundakennari í Skildinganessskóla í Reykjavík 1939-1942.
Hann var gjaldkeri Síldarverkssmiðjunnar á Raufarhöfn sumarið 1937, verkstjóri þar sumrin 1938 og 1939. Hann var ritstjóri Útvarpstíðinda frá stofnun 1938-1941, stofnaði klæðagerðina Últíma í Reykjavík 1941, var þar framkvæmdastjóri til dd. Hann var meðstofnandi Icelandic Arts and Crafts í New York 1964, framkvæmdastjóri fyrsta árið. Hann stofnaði Verðalaunasjóð iðnaðarins 1977.
Kristján sat í skólanefnd Vestmannaeyja í nokkur ár, í rannsóknarnefnd ríkisins í iðnaðarmálum 1952, var varaþingmaður Reykjavíkur 1975.
Rit: Barnabækur: Verkefni í teiknun og átthagafræði 3 hefti, 1925-1936; Prinsessan í hörpunni, 1940; Smávinir fagrir, 1942.
Önnur rit: Smárit með teikningum af nemendum og kennurum Kennaraskólans, 1933.
Bæklingur um trúmál í Vestmannaeyjum, 1936. Blaðagreinar um sama efni í Alþýðublaðinu.
Um hlutastöðufélög o. fl., fjölritað, 1944 (Útdráttur: Nýsköpunartillögur frá 1944, í Tímanum 1946).
Blaðagreinar um atvinnumál og fjárhagsmál, einkum í Tímanum.
Farsældarríkið og manngildisstefnan, 1974.
Útgáfur: Kína, ævintýralandið (þýddi hluta ritsins), 1939.
Íslensk myndlist (samdi sumt), 1943.
Vídalínspostilla, 1945.
Þau Arnþrúður giftu sig 1933, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Byggðarholti við Kirkjuveg 9b, en skildu.
Þau Oddný giftu sig 1948, eignuðust fjögur börn.
Kristján eignaðist barn með Liv 1956.

I. Kona Kristjáns, (30. júlí 1933, skildu), var Arnþrúður Karlsdóttir handavinnukennari, f. 6. desember 1911 í Hafrafellstungu í Öxarfirði, d. 4. september 2013. Foreldrar hennar vor Karl Sigurður Björnsson bóndi, 29. október 1883, d. 22. mars 1975, og kona hans Sigurveig Björnsdóttir, f. 29. júlí 1887, d. 5. mars 1974.
Börn þeirra:
1. Sigurveig Kristjánsdóttir kaupmaður, f. 2. ágúst 1934.
2. Karl Friðrik Kristjánsson forstjóri, f. 31. júlí 1938, d. 17. júlí 2004.

II. Kona Kristjáns, (12. júní 1948), Oddný Ólafafsdóttir húsfeyja, verslunarmaður, f. 6. janúar 1920, d. 23. september 2011. Foreldrar hennar voru Ólafur Methúsalemsson kaupfélagsstjóri, fulltrúi, f. 17. júní 1877, d. 13. júní 1957, og kona hans Ásrún Jörgensdóttir húsfreyja, f. 11. september 1891, d. 27. september 1970.
Börn þeirra:
3. Ásrún Kristjánsdóttir textilhönnuður, kennari, f. 7. apríl 1949.
4. Guðrún Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur, myndlistarmaður, f. 22. ágúst 1950. Maður hennar Ævar Kjartansson.
5. Heiðrún Kristjánsdóttir, f. 15. maí 1953. Maður hennar Ingólfur Steinsson.
6. Sigrún Kristjánsdóttir húsgagnaarkitekt, f. 7. september 1959.

II. Barnsmóðir Kristjáns Liv Ellingsen.
Barn þeirra:
7. Friðrik Steinn Ellingsen Kristjánsson lyfjafræðingur, f. 8. apríl 1956. Kona hans Ingibjörg Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.