Arnþrúður Karlsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Arnþrúður Karlsdóttir.

Arnþrúður Karlsdóttir kennari, verslunarstjóri fæddist 6. desember 1911 í Hafrafellstungu í Öxarfirði og lést 4. desember 2013.
Foreldrar hennar vor Karl Sigurður Björnsson bóndi, 29. október 1883, d. 22. mars 1975, og kona hans Sigurveig Björnsdóttir, f. 29. júlí 1887, d. 5. mars 1974.

Arnþrúður nam í unglingaskólanum Lundi 1928-1929, í Kvennaskólanum á Blönduósi 1929-1930, sótti námskeið í Nordisk Tilskærerakademi í Kaupmannahöfn 1938, námskeið fyrir handavinnukennara í Engelsholms Folkehöjskole 1938, lauk kennaraprófi (handavinnu) 1947.
Hún var kennari í Melaskólanum í Reykjavík 1949-1952, Langholtsskólanum þar frá 1952-1959, í Austurbæjarskólanum 1959-1977, veitti forstöðu verslun í Reykjavík.
Þau Kristján giftu sig 1933, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Byggðarholti við Kirkjuveg 9b, en skildu.

I. Maður Arnþrúðar, (30. júlí 1933, skildu), var Kristján Friðriksson kennari, framkvæmdastjóri, f. 21. júlí 1912, d. 26. apríl 1980.
Börn þeirra:
1. Sigurveig Kristjánsdóttir kaupmaður, f. 2. ágúst 1934.
2. Karl Friðrik Kristjánsson forstjóri, f. 31. júlí 1938, d. 17. júlí 2004.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.