Kristinn G. Magnússon
Kristinn Guðmundur Magnússon stálhúsgagnasmiður fæddist 26. ágúst 1921 á Rafnseyri við Kirkjuveg 15b og lést 15. maí 2003 á Landakotsspítala.
Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson frá Fitjamýri u. Eyjafjöllum, sjómaður, f. 26. apríl 1893, drukknaði 30. mars 1927, og kona hans Filippía Þóra Þorsteinsdóttir frá Upsum í Svarfaðardal, húsfreyja, f. 31. ágúst 1893, d. 11. apríl 1956.
Barn Magnúsar og Rannveigar Jónsdóttur:
1. Óskar Rafn Magnússon, síðast í Reykjavík, f. 5. janúar 1916 á Litla-Hrauni, d. 16. nóvember 1985. Kona hans Sigrún Halldóra Ágústsdóttir.
Börn Filippíu og Magnúsar:
2. Anna Júlía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1920 á Seljalandi, d. 6. mars 2011. Maður hennar Guðbrandur Magnússon, látinn.
3. Kristinn Guðmundur Magnússon stálhúsgagnasmiður, f. 26. ágúst 1921, d. 15. maí 2003. Hann var ókv. og barnlaus.
4. Þorbjörg Erna Magnúsdóttir, f. 31. október 1923 á Rafnseyri, d. 8. apríl 1927.
Kristinn var með foreldrum sínum, en faðir hans lést er Kristinn var á sjötta árinu. Hann flutti með móður sinni til Akureyrar.
Hann vann ýmis sveitastörf, flutti síðan til Reykjavíkur. Hann var berklaveikur um skeið og dvaldi á sjúkrahúsum, þar á meðal Reykjalundi, þar sem hann vann ýmis störf. Hann vann síðan aðallega við smíði á stálhúsgögnum.
Kristinn Guðmundur var ókvæntur og barnlaus.
Hann lést 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 26. maí 2003. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.