Filippía Þóra Þorsteinsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Filippía Þóra Þorsteinsdóttir

Filippía Þóra Þorsteinsdóttir frá Upsum í Svarfaðardal, húsfreyja á Rafnseyri við Kirkjuveg 15b, síðar verkakona á Akureyri fæddist 31. ágúst 1893 og lést 11. apríl 1956 á Siglufirði.
Foreldrar hennar voru Þorsteinn Jónsson bóndi, útvegsmaður á Upsum, f. 3. ágúst 1870, d. 5. desember 1939 og kona hans Anna Björg Benediktsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1871, d. 18. apríl 1966.

Filippía Þóra var með foreldrum sínum á Upsum 1901, (finnst ekki á mt. 1910).
Hún flutti til Eyja 1919.
Þau Magnús giftu sig 1920, eignuðust þrjú börn, en misstu yngsta barnið á fjórða ári þess. Þau bjuggu í fyrstu á Seljalandi við Hásteinsveg 10, síðan á Rafnseyri.
Magnús drukknaði af Freyju VE 260, er hún strandaði við Landeyjasand 1927. Filippía flutti til Akureyrar, var verkakona þar.
Hún lést 1956.

Maður Filippíu Þóru, (27. nóvember 1920), var Magnús Sigurðsson frá Fitjamýri u. Eyjafjöllum, sjómaður, f. 26. apríl 1893 á Lambhúshóli þar, drukknaði 30. mars 1927.
Börn þeirra:
1. Anna Júlía Magnúsdóttir húsfreyja, f. 7. júlí 1920 á Seljalandi, d. 6. mars 2011. Maður hennar Guðbrandur Magnússon, látinn.
2. Kristinn Guðmundur Magnússon stálhúsgagnasmiður, f. 26. ágúst 1921, d. 15. maí 2003. Hann var ókv. og barnlaus.
3. Þorbjörg Erna Magnúsdóttir, f. 31. október 1923 á Rafnseyri, d. 8. apríl 1927.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 26. maí 2003. Minning Kristins G. Magnússonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.