Kristinn Björgvinsson (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristinn Björgvinsson frá Berjanesi við Faxastíg 20, sjómaður fæddist þar 5. febrúar 1924 og lést 8. apríl 1996 á Vífilsstöðum.
Foreldrar hans voru Björgvin Vilhjálmsson frá Bakkagerði á Borgarfirði eystra, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 30. júlí 1897, d. 9. nóvember 1961, og kona hans Guðrún Guðfinna Pétursdóttir frá Skálateigi í Norðfirði, húsfreyja, f. 31. ágúst 1900, d. 21. mars 1976.

Kristinn var með foreldrum sínum, í Berjanesi, á Búðarfelli við Skólaveg 8, á Strandvegi 1C og á Miðhúsum, flutti með þeim til Borgarfjarðar eystra.
Hann var sjómaður.
Þau Guðbjörg giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hafnarfirði.

I. Kona Kristins, (19. maí 1951), var Guðbjörg Erlendsdóttir frá Vallarhjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi, húsfreyja, f. 14. september 1923, d. 21. apríl 2008 á Sólvangi í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Erlendur Jónsson bóndi, f. 14. febrúar 1897, d. 2. ágúst 1969, og Vigdís Guðmundsdóttir.
Börn þeirra:
1. Guðfinna Björg Kristinsdóttir, f. 9. september 1951. Fyrrum maður hennar Einar Magni Sigmundsson.
2. Erla Vigdís Kristinsdóttir, leikskólakennari í Rvk, f. 9. september 1951. Maður hennar Þorgeir Þorbjörnsson, verkfræðingur.
3. Kristinn Sævar Kristinsson, útgerðarmaður í Kópavogi, f. 14. maí 1954. Fyrrum kona hans Hulda Guðmundsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Guðbjargar Erlendsdóttur og Kristins Björgvinssonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.