Kristín Margrét Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Kristín Margrét Guðjónsdóttir.

Kristín Margrét Guðjónsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, verslunarmaður fæddist 14. maí 1930 í Reykjavík og lést 3. desember 2016.
Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson frá Hafþórsstöðum í Norðurárdal, bifreiðastjóri á Jaðri við Sundlaugarveg, f. 10. nóvember 1895, d. 12. október 1972, og kona hans Björg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 5. apríl 1902, d. 30. júní 1972.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku, á Öldugötu 7 og á Jaðri við Sundlaugarveg, síðar á Brúnavegi 1.
Hún lauk námi í Kvennaskólanum í Reykjavík 1948, stundaði nám við Risby Husmorskole, Dokka í Noregi, veturinn 1949-1950.
Kristín vann verslunarstörf í Oculus, undirfata- og nærfataverslun, var síðar starfsmaður Sjúkrasamlags Reykjavíkur. Hún hafði umsjón með styrktarmannakerfi Sjálfstæðisflokksins frá upphafi þess 1989 til ársins 2000. Áður hafði hún unnið við happdrætti flokksins.
Þau Ólafur giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Heimagötu 25 og í Hergilsey við Kirkjuveg 70a í Eyjum, á Barónsstíg 49, á Brúnavegi 3 og í Hvassaleiti 56 í Reykjavík frá 2012.
Kristín Margrét lést 2016.
Ólafur býr í Hvassaleiti 56.

I. Maður Kristínar Margrétar, (1. júní 1952), er Ólafur Ásgeir Sigurðsson frá Heimagötu 25, skrifstofumaður, deildarstjóri, f. þar 28. október 1929.
Börn þeirra:
1. Björg Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur, kennari, f. 6. apríl 1952 í Reykjavík, býr í Bandaríkjunum. Maður hennar Guðmundur Þröstur Guðmundsson.
2. Sigurður Ásgeir Ólafsson trésmiður, f. 18. september 1954 í Reykjavík, ókvæntur.
3. Halldór Gunnar Ólafsson rafvirki, bankastarfsmaður, f. 16. júlí 1958 í Reykjavík, d. 18. september 2014. Fyrrum kona hans Jórunn Valdimarsdóttir.
4. Ólafur Kristinn Ólafsson sölustjóri, f. 18. apríl 1963 í Reykjavík. Kona hans Anna María Bjarnadóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.