Kristín Júlía Pálsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Júlía Pálsdóttir, húsfreyja, þjónustustúlka fæddist 6. apríl 1962.
Foreldrar hennar Páll Júlíusson, f. 20. desember 1934, d. 9. desember 1987, og Kristbjörg Þórarinsdóttir, f. 21. nóvember 1934, d. 28. ágúst 2021.

Kristín eignaðist barn með Sævari 1983.
Hún eignaðist barn með Ágústi 1986.
Hún eignaðist barn með Karli 1990.
Kristín giftist Gunnlaugi Óttarssyni, smið á Selfossi. Þau eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Kristín giftist Andra. Þau voru barnlaus saman. Þau skildu.
Hún giftist Steinari. Þau voru barnlaus saman. Þau skildu.

I. Barnsfaðir Kristínar Júlíu er Sævar Halldórsson, Baadermaður, verkstjóri, f. 12. ágúst 1952.
Barn þeirra:
1. Elvar Páll Sævarsson, sjómaður, nú bóndi og leiðsögumaður í Köldukinn í Landsveit, f. 23. desember 1983 i Eyjum.

II. Barnsfaðir Kristínar er Ágúst Haukur Jónsson, garðyrkjufræðingur í Eyjum, f. 10. mars 1962.
Barn þeirra:
2. Arnar Elí Ágústsson, f. 1. september 1986.

III. Barnsfaðir Kristínar er Karl Björgúlfur Björnsson, f. 5. september 1958.
Barn þeirra:
3. Eygló Rún Karlsdóttir, f. 12. mars 1990.

IV. Fyrrum maður Kristínar er Gunnlaugur Óttarsson, smiður á Selfossi, f. 30. september 1964. Foreldrar hans Óttar Gunnlaugsson, f. 3. október 1931, og Sigríður Ófeigs Þorgeirsdóttir, f. 16. júní 1930, d. 17. október 2023.
Barn þeirra:
4. Óttar Gunnlaugsson, f. 19. apríl 1995 á Selfossi.

V. Fyrrum maður Kristínar er Andri Hermannsson, húsvörður í Rvk. Þau skildu.

VI. Fyrrum maður Kristínar er Steinar Snorrason úr Borgarfirði, lögreglumaður. Þau skildu.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.