Kristín Jónsdóttir eldri (Steinsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Jónsdóttir húsfreyja og ljósmóðir á Steinsstöðum fæddist 1763 á Parti í Holtum og lést 28. mars 1831 í Þykkvabæjarklausturshjáleigu (Norðurhjáleigu/Vitleysu) í Álftaveri.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi í Parti (Oddsparti) í Þykkvabæ í Djúpárhreppi í Holtum, f. 1727, og kona hans Geirlaug Þórðardóttir húsfreyja, f. 1725.

Kristín og Gottsvin voru bændur á Grímsstöðum í V-Landeyjum 1796-1797, í Stöðulkoti í Djúpárhreppi í Holtum 1798-1803.
Þau voru komin að Steinsstöðum 1803.
Gottsvin hrapaði úr Hamrinum 1804.
Kristín fluttist austur á Síðu. Hún var húskona á Fossi þar 1808-1810, húsfreyja í Efri-Vík í Mýrdal 1810-1811, í Hraunkoti í Landbroti 1811-1817, á Söndum í Meðallandi 1817-1820, síðan í Vitleysu (Norðurhjáleigu) í Álftaveri til æviloka.

I. Barnsfaðir hennar var Benóný Jónsson (Benóný sterki), bóndi í Norður-Nýjabæ í Djúpárhreppi í Holtum, skírður 17. mars 1766, d. 29. júlí 1825.
Barn þeirra var
1. Guðrún Benónýsdóttir, skírð 22. ágúst 1791, d. 14. febrúar 1853, húsfreyja á Þóroddsstöðum á Miðnesi, gift Einari Snorrasyni.

Kristín var tvígift.
II. Fyrri maður hennar var Gottsvin Hannesson bóndi á Steinsstöðum, f. 17. september 1762, hrapaði til bana úr Hamrinum 7. júlí 1804.
Börn þeirra hér:
1. Hannes Gottvinsson bóndi í Hraunkoti, f. 1796, d. 19. september 1838. Kona hans var Margrét Jónsdóttir húsfreyja.
2. Ingibjörg Gottvinsdóttir vinnukona í Oddakoti í A-Landeyjum, f. 2. maí 1797, d. 24. janúar 1862. Hún giftist ekki.
Ekki er getið barneigna í Eyjum.

II. Síðari maður Kristínar var Jón Nikulásson bóndi í Hraunkoti í Landbroti, f. 27. september 1763 í Hólakoti u. Eyjafjöllum, d. 18. október 1835.
Þau Jón voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III –Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.