Kristín Jóhannsdóttir (safnstjóri)
Kristín Jóhannsdóttir menningarfulltrúi, safnstjóri Eldheima fæddist 11. janúar 1960.
Foreldrar hennar Jóhann Friðfinnsson kaupmaður, framkvæmdastjóri, forstöðumaður, f. 3. nóvember 1928, d. 13. september 2001, og kona hans Svanhildur Sigurjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 16. apríl 1932, d. 20. september 2012.
Börn Svanhildar og Jóhanns:
1. Ástþór Jóhannsson, grafiskur hönnuður, leiðsögumaður, f. 21. júní 1955. Kona hans Katrín Ævarsdóttir.
2. Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi, safnstjóri, f. 11. janúar 1960.
3. Jóhann Þorkell Jóhannsson, flugstjóri, f. 11. maí 1961. Kona hans Hildur Halldórsdóttir.
4. Davíð Jóhannsson, viðskiptafræðingur, ráðgjafi, f. 21. júní 1965. Kona hans Ingrid Kertelheim.
5. Vigdís Jóhannsdóttir kennari, f. 3. október 1969. Maður hennar Marteinn Jónasson.
Barn Jóhanns og Ernu Bjargar Vigfúsdóttur var:
6. Hrafnhildur Jóhannsdóttir, f. 8. ágúst 1947, d. 16. ágúst 2019.
Þau Klaus giftu sig, eignuðust tvö börn, bjuggu í Berlín. Þau skildu.
Þau Magnús Ragnar hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman. Þau búa við Kirkjuveg 101.
I. Fyrrum maður Kristínar var Klaus Rittmüller, f. 3. apríl 1957, d. í desember 2016.
Börn þeirra:
1. Viktor Rittmüller, f. 17. júní 1992.
2. Patrick Rittmüller, f. 12. september 1994.
II. Sambúðarmaður Kristínar er Magnús Ragnar Einarsson, dagskrárgerðarmaður, f. 14. nóvember 1952. Foreldrar hans Einar Magnússon, f. 2. september 1915, d. 19. nóvember 1975, og Jarþrúður Karlsdóttir, f. 10. mars 1923, d. 14. október 1987.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Kristín.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.