Svanhildur Sigurjónsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Svanhildur Sigurjónsdóttir.

Svanhildur Sigurjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 16. apríl 1932 í Reykjavík og lést 20. september 2012 í Hraunbúðum.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Sigurjónsson vélstjóri frá Stuðlum í Norðfirði, f. 16. október 1903, d. 22. júní 1971, og kona hans Kristín Guðnadóttir frá Skarði í Landssveit, Rang., húsfreyja, f. 11. desember 1904, d. 30. ágúst 1970.

Svanhildur var með foreldrum sínum, en mörg sumur dvaldi hún á Skarði, uppeldisbæ móður sinnar.
Hún stundaði nám í Gagnfræðaskóla Austurbæjar (Ingimarsskólanum), lauk hjúkrunarnámi í H.S.Í. í mars 1954. Á námstímanum vann hún við hjúkrun í Eyjum, réðst þangað hjúkrunarnemi 1952.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu í Eyjum apríl 1954-apríl 1955.
Árið 1981 flutti Svanhildur til Reykjavíkur. Þar bjó hún lengst við Framnesveg, síðar á Fornhaga. Var hún hjúkrunarfræðingur á handlækningadeild Landspítalans. Síðasta hluta starfsævi sinnar vann hún á hjúkrunarheimili Hrafnistu. Vorið 1984 réð Svanhildur sig í sumarvinnu við hjúkrunarfræðistörf í Kaupmannahöfn og vann hún þar í fjórtán sumur. Lengst af vann hún á De Gamles by, öldrunarsjúkrahúsi þar í borg.
Hún flutti á hjúkrunarheimilið Eir 2007 og í Hraunbúðir í Eyjum 2011.
Þau Jóhann giftu sig 1954, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu við Kirkjuveg 26, síðar á Oddgeirshólum. Þau skildu.
Svanhildur lét 2012.

I. Maður Svanhildar, (3. júlí 1954), var Jóhann Friðfinnsson frá Oddgeirshólum, kaupmaður, framkvæmdastjóri, forstöðumaður, f. 3. nóvember 1928, d. 13. september 2001.
Börn þeirra:
1. Ástþór Jóhannsson, grafiskur hönnuður, f. 21. júní 1955. Kona hans Katrín Ævarsdóttir.
2. Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi, f. 11. janúar 1960.
3. Jóhann Þorkell Jóhannsson, flugstjóri, f. 11. maí 1961. Kona hans Hildur Halldórsdóttir.
4. Davíð Jóhannsson, viðskiptafræðingur, f. 21. júní 1965. Kona hans Ingrid Kertelheim.
5. Vigdís Jóhannsdóttir kennari, f. 3. október 1969. Maður hennar Marteinn Jónasson.
Barn Jóhanns og fósturbarn Svanhildar er
6. Hrafnhildur Jóhannsdóttir, f. 8. ágúst 1947. Sambúðarmaður hennar Valgarður Gunnarsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 29. september 2012. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.