Kristín Björnsdóttir (Hlaðbæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Björnsdóttir húsfreyja í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, síðar í dvöl í Hlaðbæ, fæddist 3. september 1839 á Stafafelli í Lóni í A-Skaftafellssýslu og lést 19. mars 1924 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru sr. Björn Þorvaldsson prestur á Þönglabakka í S-Þing., síðar prestur á Stafafelli í Lóni, en síðast í Holti u. Eyjafjöllum, f. 3. ágúst 1805, d. 7. febrúar 1874, og fyrri kona hans, Halldóra Finnbogadóttir húsfreyja, f. 16. júlí 1812, d. 27. júní 1844.

Kristín var með foreldrum sínum á Stafafelli 1840, með föður sínum og Solveigu Einarsdóttur stjúpu sinni þar 1845 og enn 1860.
Þau Jón giftust 1873 og hún var húsfreyja í Ysta-Skála 1880 með Jóni manni sínum og börnunum Halldóru 5 ára, Gísla 3 ára og Sveini 2 ára. Þau voru öll í Ysta-Skála 1890. Þau voru þar enn 1901 með Gísla og Sveini sonum sínum og fósturdóttur sinni Kristínu Magnúsdóttur 14 ára, en Halldóra hafði flust til Eyja á því ári.
Þau Jón fluttust frá Ysta-Skála til Eyja 1908 og voru síðan í skjóli Halldóru og Bjarna í Hlaðbæ.
Kristín lést 1924, en Jón 1926.

ctr


Hjónin Jón Einarsson og Kristín Björnsdóttir


Maður Kristínar, (14. júní 1873), var Jón Einarsson bóndi, f. 14. apríl 1838, d. 12. ágúst 1926.
Börn þeirra hér:
1. Halldóra Jónsdóttir húsfreyja í Hlaðbæ, f. 28. febrúar 1875, d. 2. júní 1942.
2. Gísli Jónsson bóndi í Ysta-Skála, f. 7. nóvember 1876, d. 28. september 1950.
3. Sveinn Jónsson formaður á Landamótum, f. 1. desember 1877, d. 12. október 1978.
4. Björn Jónsson, f. 1. desember 1877, d. 12. desember 1877.
Fósturdóttir þeirra var
5. Kristín Magnúsdóttir, síðar húsfreyja í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, f. 12. febrúar 1887, d. 7. ágúst 1975.
Sjá einnig: Blik 1978, Þrír ættliðir, II. hluti


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.