85.299
breytingar
m (Verndaði „Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, I.“ [edit=sysop:move=sysop]) |
Ekkert breytingarágrip |
||
| Lína 4: | Lína 4: | ||
[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]: | <center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center> | ||
<big><big><big><big><big><center>Saga séra Brynjólfs Jónssonar</center> | |||
<center>prests að Ofanleiti</center></big></big></big></big> | |||
[[Mynd: 1963 b 9.jpg|thumb|350px|''Séra Brynjólfur Jónsson.'']] | <center>(fyrsti hluti)</center> | ||
[[Mynd: 1963 b 9 A.jpg|thumb|350px|''Séra Brynjólfur Jónsson.'']] | |||
< | |||
<big>'''Uppruni og uppeldi.'''</big> | |||
Á 18. öldinni voru ýmsir nafnkunnir klerkar starfandi á Suð-Austurlandi mann fram af manni. Þar fór t.d. orð af séra Magnúsi Ólafssyni í Bjarnarnesi, sem kvæntur var Guðrúnu Bergsdóttur prests í Bjarnarnesi Guðmundssonar. <br> | |||
Séra Magnús var vel að sér og skáld gott, en deilugjarn og óvæginn. <br> | Séra Magnús var vel að sér og skáld gott, en deilugjarn og óvæginn. <br> | ||
Börn þeirra prestshjóna vora m.a. séra Bergur að Hofi í Álftafirði eystra. Hann var kvæntur Guðrúnu eldri Jónsdóttur sýslumanns að Hoffelli Helgasonar. <br> | Börn þeirra prestshjóna vora m.a. séra Bergur að Hofi í Álftafirði eystra. Hann var kvæntur Guðrúnu eldri Jónsdóttur sýslumanns að Hoffelli Helgasonar. <br> | ||
| Lína 30: | Lína 32: | ||
Á vetrum mun prestssonurinn hafa notið tilsagnar föður síns í foreldrahúsum, því að snemma var honum fyrirhugað langskólanám. Síðustu veturna heima mun hann hafa numið nauðsynlegustu undirstöður að námi í Latínuskólanum, Bessastaðaskóla. Þangað var hann sendur haustið 1843, nokkrum vikum eftir jarðarför föður síns, þá 17 ára að aldri. <br> | Á vetrum mun prestssonurinn hafa notið tilsagnar föður síns í foreldrahúsum, því að snemma var honum fyrirhugað langskólanám. Síðustu veturna heima mun hann hafa numið nauðsynlegustu undirstöður að námi í Latínuskólanum, Bessastaðaskóla. Þangað var hann sendur haustið 1843, nokkrum vikum eftir jarðarför föður síns, þá 17 ára að aldri. <br> | ||
< | <big>'''Í skóla.'''</big> | ||
Á skólaárum séra Brynjólfs gerðist Sveinbjörn Egilsson rektor Bessastaðaskóla (1846) og var hann því einn af nemendum hans, er skólinn var fluttur til Reykjavíkur og tók til starfa í hinu nýbyggða stórhýsi (haustið 1846). Þar var séra Brynjólfur síðan nemandi næstu tvö árin og lauk stúdentsprófi 1. júlí 1848 með lofsamlegum vitnisburði, 1. eínkunn eða 90 stigum. <br> | Á skólaárum séra Brynjólfs gerðist Sveinbjörn Egilsson rektor Bessastaðaskóla (1846) og var hann því einn af nemendum hans, er skólinn var fluttur til Reykjavíkur og tók til starfa í hinu nýbyggða stórhýsi (haustið 1846). Þar var séra Brynjólfur síðan nemandi næstu tvö árin og lauk stúdentsprófi 1. júlí 1848 með lofsamlegum vitnisburði, 1. eínkunn eða 90 stigum. <br> | ||
Í námsvottorði, sem Sveinbjörn rektor afhenti sér Brynjólfi við burtför úr skólanum, segir hann þennan prestsson frá Hofi gæddan góðum gáfum. Einnig hafði iðni hans og framkoma í skólanum verið með ágætum. Til fróðleiks um námsgreinar í skólanum þá, einkunnagjöf og heildargerð vottorða frá þessum einkaskóla þjóðarinnar, kýs ég að birta hér stúdentsprófsvottorð séra Brynjólfs, sem er skrifað á móðurmáli konungsins: <br> | Í námsvottorði, sem Sveinbjörn rektor afhenti sér Brynjólfi við burtför úr skólanum, segir hann þennan prestsson frá Hofi gæddan góðum gáfum. Einnig hafði iðni hans og framkoma í skólanum verið með ágætum. Til fróðleiks um námsgreinar í skólanum þá, einkunnagjöf og heildargerð vottorða frá þessum einkaskóla þjóðarinnar, kýs ég að birta hér stúdentsprófsvottorð séra Brynjólfs, sem er skrifað á móðurmáli konungsins: <br> | ||
| Lína 67: | Lína 70: | ||
Reikevig den 24. Juli 1848. <br> | Reikevig den 24. Juli 1848. <br> | ||
S. Egilsson. <br> | '''S. Egilsson.''' <br> | ||
Skolens Rektor. | Skolens Rektor. | ||
| Lína 81: | Lína 84: | ||
Haustið 1848 hóf séra Brynjólfur nám í prestaskólanum í Reykjavík. Hann lauk þar námi að tveim árum liðnum. Við embættisprófið varð hann efstur þeirra, sem þá luku kandidatsprófi í guðfræði og hlaut 50 stig. Aðeins 5 guðfræðingar frá Hinum íslenzka prestaskóla hlutu hærri einkunnir við embættispróf en séra Brynjólfur þau 48 ár, sem skólinn var starfræktur, (1849-1897). Til áþreifanlegri kynna af prestsefninu birti ég hér kandidatsvottorð séra Brynjólfs, sem var skrifað á móðurmáli hans. <br> | Haustið 1848 hóf séra Brynjólfur nám í prestaskólanum í Reykjavík. Hann lauk þar námi að tveim árum liðnum. Við embættisprófið varð hann efstur þeirra, sem þá luku kandidatsprófi í guðfræði og hlaut 50 stig. Aðeins 5 guðfræðingar frá Hinum íslenzka prestaskóla hlutu hærri einkunnir við embættispróf en séra Brynjólfur þau 48 ár, sem skólinn var starfræktur, (1849-1897). Til áþreifanlegri kynna af prestsefninu birti ég hér kandidatsvottorð séra Brynjólfs, sem var skrifað á móðurmáli hans. <br> | ||
„Kandidat Brynjólfur Jónsson kom í Prestaskólann haustið 1848. Hefur hann síðan með sérstakri ástundun lesið guðfræði í tvö ár og með stöðugri kostgæfni | „Kandidat Brynjólfur Jónsson kom í Prestaskólann haustið 1848. Hefur hann síðan með sérstakri ástundun lesið guðfræði í tvö ár og með stöðugri kostgæfni hlýtt fyrirlestrum okkar og tekið þátt í þeim skriflegu og munnlegu æfingum, sem við höfum haldið. Á þessu tímabili hefur hann náð þvílíkum framförum í guðfræðinni, að í burtfararprófi því, sem hann tók í næstliðnum mánuði, fékk hann fyrstu aðaleinkunn, og í hverri kennslugrein sérílagi svolátandi vitnisburð: <br> | ||
{|{{prettytable}} | {|{{prettytable}} | ||
|- | |- | ||
| Lína 116: | Lína 119: | ||
[[Þorsteinn Jónsson (héraðslæknir)|Þorsteinn Jónsson]], héraðslæknir í Vestmannaeyjum 1865—1905, var nákunnugur séra Brynjólfi Jónssyni, enda störfuðu þeir saman að opinberum málum í Eyjum í 19 ár. Í ræðu, sem Þorsteinn læknir flutti við kistu prestsins, fullyrðir hann, að séra Brynjólfur hafi flutzt í Skagafjörðinn og tekið við Reynistaðarklaustri, er hann fékk bréf frá yfirvöldum landsins, sem varð þess valdandi, að „þar dvaldi hann aðeins stutta stund,“ eins og læknirinn orðar það. Þessi orð hans, hins gagnmerka manns, taka af öll tvímæli. | [[Þorsteinn Jónsson (héraðslæknir)|Þorsteinn Jónsson]], héraðslæknir í Vestmannaeyjum 1865—1905, var nákunnugur séra Brynjólfi Jónssyni, enda störfuðu þeir saman að opinberum málum í Eyjum í 19 ár. Í ræðu, sem Þorsteinn læknir flutti við kistu prestsins, fullyrðir hann, að séra Brynjólfur hafi flutzt í Skagafjörðinn og tekið við Reynistaðarklaustri, er hann fékk bréf frá yfirvöldum landsins, sem varð þess valdandi, að „þar dvaldi hann aðeins stutta stund,“ eins og læknirinn orðar það. Þessi orð hans, hins gagnmerka manns, taka af öll tvímæli. | ||
< | <big>'''Áfengisbölið og Eyjabúar.'''</big> | ||
Nú víkur sögu minni til Vestmannaeyja. <br> | Nú víkur sögu minni til Vestmannaeyja. <br> | ||
Þegar henni er hér komið, hefur séra [[Jón Austmann|Jón Jónsson Austmann]] verið prestur í Vestmannaeyjum í 25 ár, (frá 19. júlí 1827). Hann var nú orðinn 65 ára. Hann var sjóndapur, og á hann sótti mikil fita, svo að hann átti erfitt með gang. Helzt bar hann enginn hestur til kirkju. Af þessum sökum reyndist honum erfitt að fullnægja kröfum prestsembættisins í Eyjum, en þar hafði hann verið einn prestur síðan 1837, er Ofanleitis- og Kirkjubæjarprestakall voru sameinuð í eitt, Vestmannaeyjaprestakall. Af þessum sökum beiddist séra Jón Austmann að fá kapellan sér til aðstoðar og hjálpar. Biskupinn yfir Íslandi, herra Helgi Thordersen, tók beiðni séra Jóns vel og drengilega. <br> | Þegar henni er hér komið, hefur séra [[Jón Austmann|Jón Jónsson Austmann]] verið prestur í Vestmannaeyjum í 25 ár, (frá 19. júlí 1827). Hann var nú orðinn 65 ára. Hann var sjóndapur, og á hann sótti mikil fita, svo að hann átti erfitt með gang. Helzt bar hann enginn hestur til kirkju. Af þessum sökum reyndist honum erfitt að fullnægja kröfum prestsembættisins í Eyjum, en þar hafði hann verið einn prestur síðan 1837, er Ofanleitis- og Kirkjubæjarprestakall voru sameinuð í eitt, Vestmannaeyjaprestakall. Af þessum sökum beiddist séra Jón Austmann að fá kapellan sér til aðstoðar og hjálpar. Biskupinn yfir Íslandi, herra Helgi Thordersen, tók beiðni séra Jóns vel og drengilega. <br> | ||
| Lína 126: | Lína 130: | ||
Mikils þótti því um vert, að til Vestmannaeyja veldist áhrifaríkur aðstoðarprestur, sem væri því vaxinn að vera fyrirmynd fólksins um bindindi og aðra mennilega hætti, sannur leiðtogi þess og forustumaður í félagsmálum og öðrum menningarmálum Eyjabúa, ef það orðaval á rétt á sér um þessa tíma, miðja 19. öldina. | Mikils þótti því um vert, að til Vestmannaeyja veldist áhrifaríkur aðstoðarprestur, sem væri því vaxinn að vera fyrirmynd fólksins um bindindi og aðra mennilega hætti, sannur leiðtogi þess og forustumaður í félagsmálum og öðrum menningarmálum Eyjabúa, ef það orðaval á rétt á sér um þessa tíma, miðja 19. öldina. | ||
< | <big>'''Séra Brynjólfur Jónsson valinn.'''</big> | ||
Æðstu embættismenn þjóðarinnar, biskupinn og stiftamtmaðurinn, höfðu glöggt yfirlit um alla þá menn, sem lokið höfðu guðfræðiprófi frá Prestaskólanum í Reykjavík síðustu árin. Biskup þekkti þá flesta persónulega, bar glöggt skyn á gáfur þeirra og skapfesti, siðgæðisvitund og viljalíf. <br> | Æðstu embættismenn þjóðarinnar, biskupinn og stiftamtmaðurinn, höfðu glöggt yfirlit um alla þá menn, sem lokið höfðu guðfræðiprófi frá Prestaskólanum í Reykjavík síðustu árin. Biskup þekkti þá flesta persónulega, bar glöggt skyn á gáfur þeirra og skapfesti, siðgæðisvitund og viljalíf. <br> | ||
Eftir nána athugun og umþenkingar urðu þessir tveir æðstu embættismenn þjóðarinnar á eitt sáttir um valið á manninum í kapellánsembættið í Vestmannaeyjum. Fyrir valinu varð hinn nývígði sóknarprestur til Reynistaðarklausturs í Skagafirði, séra Brynjólfur Jónsson. <br> | Eftir nána athugun og umþenkingar urðu þessir tveir æðstu embættismenn þjóðarinnar á eitt sáttir um valið á manninum í kapellánsembættið í Vestmannaeyjum. Fyrir valinu varð hinn nývígði sóknarprestur til Reynistaðarklausturs í Skagafirði, séra Brynjólfur Jónsson. <br> | ||
| Lína 138: | Lína 143: | ||
:Í Stiptamtsmannsfjarveru, hans og mín vegna<br> | :Í Stiptamtsmannsfjarveru, hans og mín vegna<br> | ||
::H.G. Thordersen. <br> | ::'''H.G. Thordersen.''' <br> | ||
:Til<br> | :Til<br> | ||
:herra prestsins<br> | :herra prestsins<br> | ||
| Lína 150: | Lína 155: | ||
:: yfir Íslandi: <br> | :: yfir Íslandi: <br> | ||
Gjörum kunnugt: að vér samkvæmt þeim myndugleika, sem oss er gefinn í bréfi ráðherrans yfir kennslu- og kirkjumálefnunum dags. 13. maí þ.á., skipum og setjum prestinn til Reynistaðarklausturs, herra Brynjólf Jónsson, til að vera kapellán í Vestmannaeyjabrauði og hafa alla ábyrgð brauðs þessa. Hann skal vera Danmerkurkonungi trúr sem sínum rétta erfðakonungi og með trúmennsku og árvekni gegna embættisskyldum sínum samkvæmt eiði þeim, sem hann unnið hefur. <br> | Gjörum kunnugt: að vér samkvæmt þeim myndugleika, sem oss er gefinn í bréfi ráðherrans yfir kennslu- og kirkjumálefnunum dags. 13. maí þ.á., skipum og setjum prestinn til Reynistaðarklausturs, herra Brynjólf Jónsson, til að vera kapellán í Vestmannaeyjabrauði og hafa alla ábyrgð brauðs þessa. Hann skal vera Danmerkurkonungi trúr sem sínum rétta erfðakonungi og með trúmennsku og árvekni gegna embættisskyldum sínum samkvæmt eiði þeim, sem hann unnið hefur. <br> | ||
Samt ber þess að geta, að presturinn Jón Austmann hefur til dauðadags helming af | Samt ber þess að geta, að presturinn Jón Austmann hefur til dauðadags helming af öllum tekjum brauðsins og jörðina Ofanleiti afgjaldsfrítt, og er hann skyldur til að sjá um, að jörð þessi sé ætíð í forsvaranlegu og góðu standi. Þar á móti nýtur velnefndur prestur Brynjólfur Jónsson sem kapellán allra hinna annarra tekna brauðsins og þar á meðal afgjalds og nota Kirkjubæjar að öllu leyti. <br> | ||
Þessu til staðfestu eru nöfn og innsigli. <br> | |||
:Ísl. Stiptamtshúsi og Laugarnesi 18. sept. 1852. | |||
:Ísl. Stiptamtshúsi og Laugarnesi 18. sept. 1852. | |||
::''J.D. Trampe. -- H.G. Thordersen.'' | ::''J.D. Trampe. -- H.G. Thordersen.'' | ||
| Lína 165: | Lína 171: | ||
''Teiknimynd af innsigli Íslands frá 1593. Innsiglið var úr silfri 3.5 sm. að þvermáli. Á skildinum er flattur afhausaður þorskur krýndur (danskri) kórónu: Sigillum — Insulæ — Islandiœ = Innsigli eyjunnar Íslands. M.a. var þetta innsigli Prestaskólans og stiptyfirvaldanna. Sjá Sögu séra Br. Jónssonar.'' | ''Teiknimynd af innsigli Íslands frá 1593. Innsiglið var úr silfri 3.5 sm. að þvermáli. Á skildinum er flattur afhausaður þorskur krýndur (danskri) kórónu: Sigillum — Insulæ — Islandiœ = Innsigli eyjunnar Íslands. M.a. var þetta innsigli Prestaskólans og stiptyfirvaldanna. Sjá Sögu séra Br. Jónssonar.'' | ||
| Lína 173: | Lína 180: | ||
² <small>Frú Ásdís Jónsdóttir og m.h. Anders skipstjóri, norskur að ætt, voru móðurforeldrar séra [[Jes A. Gíslason]]ar og þeirra systkina, sem kunnugt er.</small> | ² <small>Frú Ásdís Jónsdóttir og m.h. Anders skipstjóri, norskur að ætt, voru móðurforeldrar séra [[Jes A. Gíslason]]ar og þeirra systkina, sem kunnugt er.</small> | ||
< | <big>'''Prestur kvænist.'''</big> | ||
Ekki hafði séra Brynjólfur dvalizt lengi í Eyjum, er hann vildi staðfesta ráð sitt þar. <br> | Ekki hafði séra Brynjólfur dvalizt lengi í Eyjum, er hann vildi staðfesta ráð sitt þar. <br> | ||
Þar í Eyjum var þá verzlunarstjóri við [[Juliushaab|Júlíushaabverzlunina]], er hét Jón Jónsson og kenndi sig á danska vísu við afa sinn, Salómon Jónsson bónda í Vík og Hraunkoti í Lóni. Nafn verzlunarstjóra þessa varð því [[Jón Salómonsen]]. Danskara gat það naumast orðið. <br> | Þar í Eyjum var þá verzlunarstjóri við [[Juliushaab|Júlíushaabverzlunina]], er hét Jón Jónsson og kenndi sig á danska vísu við afa sinn, Salómon Jónsson bónda í Vík og Hraunkoti í Lóni. Nafn verzlunarstjóra þessa varð því [[Jón Salómonsen]]. Danskara gat það naumast orðið. <br> | ||
Jón verzlunarstjóri Salómonsen var sonur Jóns kaupmanns Salómonssonar í Kúvíkum við Reykjarfjörð á Ströndum. Þar var hann kaupmaður frá 1821 til dauðadags (27. júlí 1846). Hann var talinn vitur maður og vel að sér, svo sem orð falla um hann í merkri heimild. <br> | Jón verzlunarstjóri Salómonsen var sonur Jóns kaupmanns Salómonssonar í Kúvíkum við Reykjarfjörð á Ströndum. Þar var hann kaupmaður frá 1821 til dauðadags (27. júlí 1846). Hann var talinn vitur maður og vel að sér, svo sem orð falla um hann í merkri heimild. <br> | ||
Jón kaupmaður var bróðir Sigríðar Salómonsdóttur, er varð 3. kona Hermanns bónda Jónssonar í Firði í Mjóafirði og þannig formóðir svokallaðrar Brekkuættar þar í firðinum. <br> | Jón kaupmaður var bróðir Sigríðar Salómonsdóttur, er varð 3. kona Hermanns bónda Jónssonar í Firði í Mjóafirði og þannig formóðir svokallaðrar Brekkuættar þar í firðinum. <br> | ||
Jón kaupmaður í Kúvíkum var tvígiftur. Síðari kona hans var Sigríður Benediktsdóttir frá Dvergstöðum í Eyjafirði Þorvaldssonar. Börn þeirra voru þessi: [[Sigríður Jónsdóttir Bjarnasen|Sigríður]], gift [[Jóhann Bjarnasen|Jóhanni Bjarnasen]] í Vestmannaeyjum, [[Jóhanna Jónsdóttir Abel|Jóhanna]], gift [[Chr. Abel]] yngra, verzlunarstj. | Jón kaupmaður í Kúvíkum var tvígiftur. Síðari kona hans var Sigríður Benediktsdóttir frá Dvergstöðum í Eyjafirði Þorvaldssonar. Börn þeirra voru þessi: [[Sigríður Jónsdóttir Bjarnasen|Sigríður]], gift [[Jóhann Bjarnasen|Jóhanni Bjarnasen]] í Vestmannaeyjum, [[Jóhanna Jónsdóttir Abel|Jóhanna]], gift [[Chr. Abel]] yngra, verzlunarstj. í Eyjum, Kristín, gift Jóni Ólafssyni í Finnbogabæ í Reykjavík, Sigvaldi, verzlunarstjóri í Kúvíkum, Benedikt í Skjaldarvík við Eyjafjörð, [[Jón Salómonsen|Jón]] verzlunarstj. við [[Juliushaab|Júlíushaabverzl.]] í Vestmannaeyjum og [[Ragnheiður Jónsdóttir að Ofanleiti|Ragnheiður]], „jómfrú í Godthaab“ s.st. <br> | ||
Ragnheiður Jónsdóttir var fædd í Reykjarfirði á Ströndum 27. júní 1829, nett stúlka, blíðlynd og siðprúð. Þessarar stúlku bað séra Brynjólfur sér til handa og fékk hennar. Þau giftust 19. júní 1853 eftir þrjár hjónalýsingar í Landakirkju. <br> | Ragnheiður Jónsdóttir var fædd í Reykjarfirði á Ströndum 27. júní 1829, nett stúlka, blíðlynd og siðprúð. Þessarar stúlku bað séra Brynjólfur sér til handa og fékk hennar. Þau giftust 19. júní 1853 eftir þrjár hjónalýsingar í Landakirkju. <br> | ||
Ungu prestshjónin hófu búskap sinn í danska embættismannabústaðnum í Vestmannaeyjum, [[Nöjsomhed]] (sjá [[Blik 1960]]), sem þá var 20 ára gamalt timburhús í eigu [[N. N. Bryde]] selstöðukaupmanns í Danska-Garði. Nokkru síðar festu þau kaup á húsi þessu og bjuggu í því í 7 ár. <br> | Ungu prestshjónin hófu búskap sinn í danska embættismannabústaðnum í Vestmannaeyjum, [[Nöjsomhed]] (sjá [[Blik 1960]]), sem þá var 20 ára gamalt timburhús í eigu [[N. N. Bryde]] selstöðukaupmanns í [[Garðurinn|Danska-Garði]]. Nokkru síðar festu þau kaup á húsi þessu og bjuggu í því í 7 ár. <br> | ||
Með kaupbréfi dags. 31. maí 1861 seldu þau húsið fyrrv. eiganda þess fyrir 460 ríkisdali. <br> | Með kaupbréfi dags. 31. maí 1861 seldu þau húsið fyrrv. eiganda þess fyrir 460 ríkisdali. <br> | ||
Eins og tekið er fram í veitingarbréfinu fyrir kapellánsstöðunni, þá fékk séra Brynjólfur Jónsson prestssetursjarðirnar að Kirkjubæ til afnota og nytja, er hann gerðist ábyrgur aðstoðarprestur í Vestmannaeyjum. Þær nytjaði hann þegar sumarið 1853, fyrsta sumarið sem hann dvaldist í Eyjum, enda þótt prestshjónin byggju í Nöjsomhed, sem stóð kippkorn suður af verzlunarhúsunum í | Eins og tekið er fram í veitingarbréfinu fyrir kapellánsstöðunni, þá fékk séra Brynjólfur Jónsson prestssetursjarðirnar að Kirkjubæ til afnota og nytja, er hann gerðist ábyrgur aðstoðarprestur í Vestmannaeyjum. Þær nytjaði hann þegar sumarið 1853, fyrsta sumarið sem hann dvaldist í Eyjum, enda þótt prestshjónin byggju í Nöjsomhed, sem stóð kippkorn suður af verzlunarhúsunum í | ||
| Lína 187: | Lína 195: | ||
Brátt kom í ljós, að séra Brynjólfur var hinn mesti og bezti verkmaður, sem hlífði sér hvergi við erfiðisvinnunni. Hann vann að heyskap sínum og hirðingu búsins eftir því sem tími hans hrökk til. Uppeldi hans við búskaparstörfin í foreldrahúsum að Hofi í Álftafirði varð honum nú affarasælt og happadrjúgt.<br> | Brátt kom í ljós, að séra Brynjólfur var hinn mesti og bezti verkmaður, sem hlífði sér hvergi við erfiðisvinnunni. Hann vann að heyskap sínum og hirðingu búsins eftir því sem tími hans hrökk til. Uppeldi hans við búskaparstörfin í foreldrahúsum að Hofi í Álftafirði varð honum nú affarasælt og happadrjúgt.<br> | ||
Madama Ragnheiður reyndist einnig mikil dugnaðarkona, heimilisleg, búhyggin og hjálpfús við sjúka og fátæka. Bráðlega varð heimili ungu prestshjónanna í Eyjum á orði haft fyrir myndarskap, hreinlæti og aðra fyrirmynd um allan heimilisbrag og mennilega hætti. Hljóðalaust og kyrrlátt tók það þegar að hafa áhrif á umhverfið og heimilishætti a.m.k. hinna betur megandi sóknarbarna prestsins. <br> | Madama Ragnheiður reyndist einnig mikil dugnaðarkona, heimilisleg, búhyggin og hjálpfús við sjúka og fátæka. Bráðlega varð heimili ungu prestshjónanna í Eyjum á orði haft fyrir myndarskap, hreinlæti og aðra fyrirmynd um allan heimilisbrag og mennilega hætti. Hljóðalaust og kyrrlátt tók það þegar að hafa áhrif á umhverfið og heimilishætti a.m.k. hinna betur megandi sóknarbarna prestsins. <br> | ||
Búskapur hinna ungu og dugmiklu prestshjóna færðist brátt í aukana, og þeim græddist fé, þrátt fyrir lítil efni í fyrstu, enda voru nú í Eyjum góð aflaár, svo að fisktíundarhlutar séra Brynjólfs | Búskapur hinna ungu og dugmiklu prestshjóna færðist brátt í aukana, og þeim græddist fé, þrátt fyrir lítil efni í fyrstu, enda voru nú í Eyjum góð aflaár, svo að fisktíundarhlutar séra Brynjólfs námu um 4.000 þorskum til jafnaðar á ári hverju fyrstu 2—3 árin hans í sókninni. Hann bar úr býtum helming fisktíundarinnar móti séra Jóni sóknarpresti samkvæmt skipunarbréfinu. <br> | ||
³ <small>Jarðir þær, sem séra Brynjólfur Jónsson hafði til ábúðar á Kirkjubæ voru: [[Garðar á Kirkjubæ|Garðar]], [[Syðstibær]] og [[Bænhúsbær]]. Hina síðastnefndu fékk [[Magnús Eyjólfsson á Kirkjubæ|Magnús Eyjólfsson]], hagleiksbóndinn kunni, til ábúðar löngu seinna og [[Pétur Guðjónsson]] eftir hans dag.</small> | ³ <small>Jarðir þær, sem séra Brynjólfur Jónsson hafði til ábúðar á Kirkjubæ voru: [[Garðar á Kirkjubæ|Garðar]], [[Syðstibær]] og [[Bænhúsbær]]. Hina síðastnefndu fékk [[Magnús Eyjólfsson á Kirkjubæ|Magnús Eyjólfsson]], hagleiksbóndinn kunni, til ábúðar löngu seinna og [[Pétur Guðjónsson]] eftir hans dag.</small> | ||
< | <big>'''Séra Jón Austmann fellur frá.'''</big> | ||
Séra Jón Austmann lézt 20. ágúst 1858 eins og áður getur. Þá hafði hann verið sóknarprestur Eyjamanna 31 ár. Kona hans var [[Þórdís Magnúsdóttir að Ofanleiti|Þórdís Magnúsdóttir]], systir séra Benedikts að Mosfelli í Mosfellssveit. (Sjá [[Blik 1961]]: [[Blik 1961|Anna Benediktsdóttir ljósmóðir]]). Heimili prestshjónanna var orðlagt fyrir gestrisni og myndarskap, hjálpsemi við nauðstadda, umhyggju fyrir fátækum, viðkvæmni og góðvild gagnvart nauðleitarfólki og syrgjandi. Meðan heilsa prests leyfði, hafði hann rækt störf sín af mikilli samvizkusemi og skyldurækni. Hann naut virðingar og álits sem kærleiksríkur kennifaðir, gáfumaður, lesinn og fróður, listrænn, söngvinn og góður ræðumaður. Hann hafði verið mikið hraustmenni á yngri árum. Tvennt var það, sem lamaði alla þessa góðu eiginleika prestsins og gerði hann óstarfhæfan, þegar á ævina leið: fita og drykkjuskapur, því að hann var matmaður mikill og skilgetið barn síns tíma um nautn áfengra drykkja. <br> | Séra Jón Austmann lézt 20. ágúst 1858 eins og áður getur. Þá hafði hann verið sóknarprestur Eyjamanna 31 ár. Kona hans var [[Þórdís Magnúsdóttir að Ofanleiti|Þórdís Magnúsdóttir]], systir séra Benedikts að Mosfelli í Mosfellssveit. (Sjá [[Blik 1961]]: [[Blik 1961|Anna Benediktsdóttir ljósmóðir]]). Heimili prestshjónanna var orðlagt fyrir gestrisni og myndarskap, hjálpsemi við nauðstadda, umhyggju fyrir fátækum, viðkvæmni og góðvild gagnvart nauðleitarfólki og syrgjandi. Meðan heilsa prests leyfði, hafði hann rækt störf sín af mikilli samvizkusemi og skyldurækni. Hann naut virðingar og álits sem kærleiksríkur kennifaðir, gáfumaður, lesinn og fróður, listrænn, söngvinn og góður ræðumaður. Hann hafði verið mikið hraustmenni á yngri árum. Tvennt var það, sem lamaði alla þessa góðu eiginleika prestsins og gerði hann óstarfhæfan, þegar á ævina leið: fita og drykkjuskapur, því að hann var matmaður mikill og skilgetið barn síns tíma um nautn áfengra drykkja. <br> | ||
Prestskonan á Ofanleiti, frú Þórdís Magnúsdóttir, átti fáar líkar sér um hjartagæzku, góðsemi og drenglund. Margt snautt barnið í Eyjum naut þeirra ríku eiginleika prestsfrúarinnar, sem var hugljúfi hvers þess, sem kynntist henni. <br> | Prestskonan á Ofanleiti, frú Þórdís Magnúsdóttir, átti fáar líkar sér um hjartagæzku, góðsemi og drenglund. Margt snautt barnið í Eyjum naut þeirra ríku eiginleika prestsfrúarinnar, sem var hugljúfi hvers þess, sem kynntist henni. <br> | ||
| Lína 299: | Lína 308: | ||
[[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, II.|II.]] | [[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, II.|II. hluti]] | ||
{{Blik}} | {{Blik}} | ||