„Blik 1946. Ársrit/Þáttur nemenda“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 21: Lína 21:


::E. Á. II. ''bekk''.
::E. Á. II. ''bekk''.
'''Skrítinn reimleiki'''
„Góðan daginn, Óli.“<br>
„Góðan daginn, Kalli, hvað segir þú í fréttum?“<br>
„Ég skal segja þér dálítið, sem kom fyrir mig í nótt, ef þú gætir þess að segja engum það.“<br>
„Já, blessaður, segðu mér það. Ég lofa að segja það engum.“<br>
„Jæja, ég vaknaði við það í nótt, að ég heyrði eitthvert þrusk í herberginu mínu. Ég glaðvaknaði undir eins, eins og nærri má geta, og skimaði út í myrkrið. Ég ætla ekki að lýsa þeirri hræðslu, sem greip mig, þegar ég sá gráa og loðna ófreskju stefna í áttina til mín. Ég hrökk undir sængina og hnipraði mig í einn hnút. Þannig lá ég skjálfandi langan tíma, en hversu lengi, veit ég ekki. En þegar ég vaknaði um morguninn, var mér mjög starsýnt á kisu litlu, þar sem hún lá og sleikti sólskinið og skildi ég þá, hvers kyns reimleikar þetta höfðu verið.<br>
Í fyrstu ætlaði ég að lemja kisu fyrir athæfið, en mér brást hugur, þegar ég sá, hve sakleysislega hún horfði á mig. Fór ég því fram í eldhús og náði í mjólk og gaf henni.<br>
Ég get ekki annað en hlegið, þegar ég hugsa um það, hvað þetta var allt kjánalegur daugagangur.“<br>
::Á. K. 1.'' bekk''.

Leiðsagnarval