„Blik 1946. Ársrit/Þáttur nemenda“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 34: Lína 34:


::Á. K. 1.'' bekk''.
::Á. K. 1.'' bekk''.
'''Ferð til Danmerkur'''
Einhvern tíma seinni partinn í júnímánuði árið 1938, lagði ég af stað áleiðis til Danmerkur með eimskipinu „Lyra“.<br>
Það var svo mikill ferðahugurinn í mér, að mér fannst okkur ekkert miða áfram.<br>
Eftir hálfan annan sólarhring komum við til Þórshafnar í Færeyjum. Þar stönzuðum við í einn dag. Við fórum í land strax, þegar við vorum búin að borða, og skoðuðum bæinn. Um kvöldið lögðum við af stað til Bergen. Veðrið hafði verið gott hingað til, en nú fór að hvessa, svo að „sumar“ fóru að verða sjóveikar. Þegar við loksins komum til Bergen, voru víst flestir búnir að fá nóg af sjóferðinni og dauðfegnir að komast á þurrt land. Við fórum beina leið upp á eitthvert hótel, sem mig minnir að héti „Hótel Rósenkrans“. Þar dvöldum við í tvo sólarhringa, og ég var alveg orðin ringluð af allri umferðinni. Þá fórum við með járnbrautarlest til Osló. Við vorum 13-14 tíma á leiðinni og stönzuðum á nokkrum stöðum. Ég hékk mest alla leiðina úti við glugga og horfði út.<br>
Á leiðinni voru mörg jarðgöng, sem við fórum í gegnum, og vorum við allt að því 20 mínútur að fara í gegnum þau lengstu.<br>
Seint um kvöldið komum við svo til Oslóar og þar tóku á móti okkur föðursystir mín og maður hennar. Hjá þeim dvöldum við í viku og skoðuðum borgina og nágrennið en fórum svo með járnbrautarlest til Malmö í Svíþjóð. Er við komum þangað, lá þar ferja tilbúin að taka á móti lestinni og flytja hana yfir Eyrarsund. Eimvagninn var tekinn frá og hinum vögnunum síðan ekið á ferjuua. Ég var nú orðin hálfsmeyk um, að hún myndi sökkva þá og þegar með allt saman. En við komumst nú samt heilu og höldnu yfir sundið.<br>
Þegar við vorum komin í land, var annar eimvagn tengdur við og við ókum af stað á ný. Ég var nú orðin syfjuð og átti fullt í fangi með að halda mér vakandi. En þá sáum við ljósin í höfuðborg Danmerkur, og þegar við ókum inn á stöðina þar, var ég glaðvöknuð.<br>
Loksins vorum við komin á leiðarenda og fólkið tók að þyrpast út. Von bráðar fundum við fólk, sem var að taka á móti okkur og lögðum við af stað heim með því.<br>
::Á. H. II.'' bekk''.

Leiðsagnarval