„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 814: Lína 814:
Enginn getur selt öðrum hluta sinn í félaginu nema með samþykki allrar stjórnarinnar. Enginn félagsmaður getur sagt sig úr félaginu, nema hann hafi tilkynnt stjórninni það með árs fyrirvara.
Enginn getur selt öðrum hluta sinn í félaginu nema með samþykki allrar stjórnarinnar. Enginn félagsmaður getur sagt sig úr félaginu, nema hann hafi tilkynnt stjórninni það með árs fyrirvara.
Þannig var þá Kaupfélagið Fram sambland af pöntunarfélagi, hlutafélagi og kaupfélagi, sem rak opna verzlun eins og kaupmennirnir í kauptúninu.
Þannig var þá Kaupfélagið Fram sambland af pöntunarfélagi, hlutafélagi og kaupfélagi, sem rak opna verzlun eins og kaupmennirnir í kauptúninu.
Að lokum gerði framkvæmdastjórinn Jón Hinriksson þetta að tillögu sinni: „Ef einhver félagsmaður verður uppvís að því að vinna á móti félaginu, annað hvort til orða eða verka,  er  hann  félagsrækur  án
Að lokum gerði framkvæmdastjórinn Jón Hinriksson þetta að tillögu sinni: „Ef einhver félagsmaður verður uppvís að því að vinna á móti félaginu, annað hvort til orða eða verka,  er  hann  félagsrækur  án nokkurs fyrirvara og á ekkert afturkræft af því, sem hann hefur lagt í félagið og ekki tilkall til arðs félagsins. Samt skal mál hans lagt í gerð."
Starfssamningur við framkvæmdastjórann Jón Hinriksson, var gjörður og undirritaður 8. desember 1916. Hann var ráðinn til 5 ára. Árskaup hans var kr. 3500,00 og dýrtíðaruppbót, ef efnahagur kaupfélagsins taldist leyfa þá greiðslu. Jafnframt skyldi framkvæmdastjórinn hafa til nota ókeypis íbúð á efri hæð verzlunarhússins Vísis.
 
Vorið 1917 barst sú frétt út, að í ráði væri að Duus-fyrirtækið í Reykjavík seldi eigur sínar í Vestmannaeyjum og gæfi frá sér allan rekstur þar. Ef til vill áttu hin nýstofnuðu kaupfélög útgerðarmanna í Eyjum sinn ríka þátt í því, Kaupfélagið Bjarmi og kf. Fram. Stofnun þeirra og starfræksla dró stórum úr hagnaðarvon einstaklings af viðskiptum við útvegsbændur í Eyjum. Og svo var Edinborgarverzlunin á hinu leitinu, verzlun Gísla J. Johnsen, sem átti rík ítök í hug og hjarta margra Eyjabúa, ekki minnst sökum þess, að sú verzlun braut einokunarísinn í Eyjum svo að um munaði og ruddi brautir í atvinnu- og viðskiptamálum öllum þar í byggð.
Og nú var stórmál á dagskrá hjá stjórnendum og framkvæmdastjóra Kf. Fram Þeir höfðu gert tilboð í allar eignir Duus í Vestmannaeyjum.
- vildu greiða fyrir þær kr. 65.000,00
— þ. e. stóra verzlunarhúsið, steinhúsið, sem byggt var 1880, salthús. fisk¬geymsluhúsið Kumbalda, Kornloftið svokallaða, bræðsluhús o. fl., og svo hinar miklu og verðmætu lóðir og lendur verzlunarinnar.
Boðað var til aukafundar með kaupfélagsmönnum 17. júní (1917) til þess að skýra fyrir þeim gang málanna. Þeir voru áhugasamir og hrifnir mjög, og dáðust að forustumönnum sínum. Og þarna í hópnum fundust menn, sem skildu, hvað eiginlega var að gerast í Vestmannaeyjum: íslendingar sjálfir, og það Eyjamenn, voru að eignast verzlunarlóðir og verzlunarhús, sem aldrei höfðu fyrr verið í eigu landsmanna, en útlendingar haft eignarhald á og notað ósleitilega til að kúga og undiroka, þrælka og þjaka Eyjafólk um aldir.
Og allt tókst þetta giftusamlega fyrir Jóni Hinrikssyni framkvæmdarstjóra og félögum hans. Hinn 23. júní (1917) var kaupsamningur undirritaður, og daginn eftir boðuðu þeir til fundar og tjáðu kaupfélagsmönnum, hvað gerzt hafði. Þeir höfðu fest kaup á öllum eignunum fyrir það verð, sem þeir höfðu boðið. Og eignirnar voru: Sölubúð, öll pakkhús, íbúðarhús, bræðsluhús, skúrar og lóðir, stakkstæði og lóðarréttindi „til lands og sjávar", eins og það er orðað í frumheimild, bryggja, bólverk, fiskverkunarpallar, girðingar að engu undanskildu, allt eins og seljandi eignaðist eignir þessar með afsalsbréfi frá firmanu J. P. T. Bryde dags. 16. marz 1917.
Og greiðslur skyldu þannig og þá inntar af hendi:
 
a) Kr. 5.000,00 voru greiddar við
undirritun kaupsamningsins.<br>
b) Kr. 25.000,00 skyldu greiðast 1. ágúst um sumarið.<br>
c) Kr. 35.000,00 skyldu greiðast 1. okt. um haustið.<br>
 
Rétt er að geta þess, að íslandsbanki í Reykjavík veitti Kf. Fram lán kr. 35.000,00 sama dag og kaupsamningurinn var undirritaður í minningu þess, sem gerzt hafði, - til minningar um hinn sögulega viðburð, eða hvað? - Og félagsmenn lánuðu kaupfélagi sínu fé úr eigin vasa til þess að standa straum af andvirði húsa og lóða til Duus, því að útgerðarreksturinn hafði gengið mætavel undanfarin ár og peningar safnazt í pyngjur útvegsbænda.
Og nú fór vertíðin 1918 í hönd. í byrjun jan. 1918 afréð stjórn kaupfélagsins að hefjast skyldi handa um lifrarbræðsluna á vegum félagsins. Atta vélbátar kaupfélagsmanna voru þegar reiðubúnir að leggja inn lifur hjá félaginu. Tveir bræðslumenn voru þegar ráðnir. Kaup þeirra var kr. 80,00 fyrir mánuð hvern og tvær krónur í premíu fyrir hverja tunnu lýsis.
Og smámsaman færðist meira líf í rekstur kaupfélagsins.
 
Í lok janúar 1918 ræddi stjórnin a fundi sínum verðtilboð Coplands í fiskbirgðir kaupfélagsins. Samþykkt var að taka boði þessa kunna fiskkaupmanns, því að það þótti mjög hagstætt þá og var sem hér segir:
Fyrsta flokks saltfiskur kr. 167,00 fyrir hvert skipp.; langa kr. 160,00;
smáfiskur kr. 134,00; ýsa kr. 130,00. Verð afurðanna var miðað við það, að þeim væri skilað um borð í skip á Vestmannaeyjahöfn.
Um sama leyti fékk kaupfélagið fyrsta saltfarm sinn sendan frá Reykjavík.
Og þróunin heldur áfram. Kaupfélagið býður til kaups lýsi á kr. 200,00 hverja tunnu, þ. e. 105 kg. - Og svo gera félagsmenn pantanir á vörum til heimila sinna. - Kaupfélagsstjórinn þykir vel vaxinn starfa sínum og viðskiptin fara ört vaxandi.
 
Enginn banki var enn í Eyjum og Sparisjóður Vestmannaeyja (hinn eldri I lítils megnugur samanborið við hina miklu fjárþörf hins örtvaxandi vélbátaútvegs Eyjamanna. Öðrum þræði var það ástæðan fyrir því, að kaupfélaginu var mikil þörf á að selja framleiðslu manna sinna sem fyrst og örast á vetrarvertíð. Þá þurfti félagið að gerast kaupandi að fiskinum fyrir afráðið verð, svo að félagsmenn gætu þegar fengið fé í hönd til greiðslu á vinnulaunum og öðrum útgerðarkostnaði. I marzlok 1918 var þetta atriði fullrætt og afráðið. Fiskverð til félagsmanna var sett sem hér segir, miðað við skipp.:
 
1. flokks saltfiskur kr. 160,00 <br>
2. flokks saltfiskur — 150,00<br>
Langa  — 140,00<br>
Smáfiskur, undir 18 þuml. — 114,00<br>
Ýsa  — 110,00<br>
 
Hver útgerðarmaður kostaði kapps um að gera sér mat úr sundmaga. Hann lét því skera hann úr dálki og
 
 
   
   


83

breytingar

Leiðsagnarval