„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 848: Lína 848:
Ýsa  — 110,00<br>
Ýsa  — 110,00<br>


Hver útgerðarmaður kostaði kapps um að gera sér mat úr sundmaga. Hann lét því skera hann úr dálki og
Hver útgerðarmaður kostaði kapps um að gera sér mat úr sundmaga. Hann lét því skera hann úr dálki og verka hann. Kaupfélagið greiddi 65 aura fyrir hvert kg af verkuðum sundmaga.
Þessi afurðaverð eru tjáð hér til fróðleiks og glöggvunar þeim lesendum Bliks, sem ekki láta sögulegan fróðleik fara fram hjá sér, heldur íhuga hann til glöggvunar á samtíð sinni.
 
Sumarið 1918 unnu Eyjamenn að því að safna fé til kaupa á björgunarskipi til Eyja. Kaupfélagið Fram greiddi kr. 1.000,00 í skipskaupasjóðinn. Þótti það drengilega gert og bera forustumönnunum fagurt vitni.
Með síaukinni framleiðslu fiskafurða fór skortur á stakkstæðum á Heimaey mjög í vöxt, þar sem allur saltfiskur var þurrkaður á þeim. Unnið var að því öll haust að rífa upp grjót, flytja það á hestvögnum á stakkstæðislóðirnar og leggja grjótið, laga þurrkreiti. Nú skorti Kaupfélagið Fram tilfinnanlega þurrkreiti fyrir hinar miklu fiskbirgðir, sem féllu því í skaut. Lóðir fékk það í ríkum mæli og vinnuafl ókeypis til þess að skapa félagsmönnum sínum bætta aðstöðu til fiskþurrkunar. Hverjum kaupfélagsmanni var gert að skyldu að fórna félaginu 50 stunda vinnu við þetta starf. Það gerðu þeir með ljúfum huga. Það sannar okkur bezt, hve einhuga þessi félagsskapur var og skilningsríkir félagsmenn á gildi samtakanna og mátt samstöðunnar.
Á styrjaldarárunum fyrri fór allt verðlag mjög hækkandi eins og jafn-
an, þegar öngþveiti ófriðar og illra norna grúfir yfir mannheimi. Ég hef nefnt nokkrar tölur um verð á innlendum afurðum, þegar Kaupfélagið Fram hóf afurðasölu sína. Og nú þrem árum síðar býður það fisk sinn í samræmi við annað verðlag og selur Þorsteini Jónssyni á Seyðisfirði:
 
Línuþorsk nr. 1 ... kr. 265,00 skpd <br>
Línuþorsk nr. 2 ... — 250,00  - <br>
Netafisk nr. 1 — 255,00  - <br>
Netafisk nr. 2 — 240,00  - <br>
 
Fiskverðið er miðað við afurðirnar komnar um borð í flutningaskipið.
Kaupfélagið seldi samtals um 1400 skippund af línu- og netaþorski í júlílokin 1919.
Á stjórnarfundi 5. nóv. 1921 var ráðningartími framkvæmdarstjórans endurnýjaður til næstu 5 ára frá 1. júní 1922 að telja. Þegar hann réðist kaupfélagsstjóri, var árskaup hans afráðið kr. 3.500,00, en nú fimm árum síðar kr. 8.000,00, og svo dýrtíðaruppbót eins og áður, ef kaupfélagið reyndist hafa efni á að greiða honum þær launauppbætur, eins og tekið er fram í frumheimild.
í byrjun vertíðar 1922 voru ráðnir nýir bræðslumenn við lifrarbræðslu kaupfélagsins. Þar þurfti nú orðið þrjá menn, og mánaðarkaup þeirra var orðið kr. 250-350 krónur.
 
Eiginlegir félagsmenn Kaupfélagsins Fram voru rúmlega 40, þegar þeir voru flestir. Fleiri fengu ekki að vera þar með, eftir því sem næst verður komizt. Völdum viðskiptamönnum var hins vegar gefinn kostur á að skipta við félagið og efna til skuldar við það. í desember 1921 samþykkti stjórn félagsins t. d. að leyfa 13 kunnum Eyjabúum að fá vörulán hjá félaginu, efna þar til verzlunarskulda, en fjórum var hafnað, sjálfsagt sökum oflítils lánstrausts.
Það bar við, að sótzt var eftir að kaupa hluti í félaginu, kaupa þessi 500 króna bréf, sem upphaflega áttu sér stað þar við stofnun kaupfélagsins. Þeirra viðskipta nutu aðeins valdir menn með samþykki stjórnarinnar. T. d. fékk Jón Guðmundsson á Mosfelli, sem fyrstu árin var formaður félagsins en nú óskaði að ganga úr því, leyfi stjórnarinnar til að selja Eyvindi Þórarinssyni fimm hundruð króna hlutabréfið sitt. Þá var verð þess orðið kr. 3.000,00 eða sexfalt. Bendir það ekki til uppgangs og velgengni í rekstri kaupfélagsins? - Reikninga þess hef ég ekki til athugunar, og á þess vegna erfitt með að sanna þetta að öðru leyti.
 
Arið 1921 var mjög óhagstætt sjávarútveginum. Fiskverðið var of lágt til þess að mæta hinum mikla og stóraukna tilkostnaði útgerðarinnar.
Þetta óhagstæða afurðaverð dró þó furðu lítið úr framkvæmdarhug margra útgerðarmanna í Eyjum, eins og t. d. félagsmanna Kaupfélagsins Fram. Árið 1923 höfðu skuldir félagsmanna kaupfélagsins vaxið því svo að segja yfir höfuð. Þær tóku að hnekkja rekstri þess. Hinn 9. nóvember um haustið tók stjórn félagsins allt þetta skuldafargan félagsmanna og utanfélagsmanna, sem einnig höfðu þar skuldareikning, til gaum¬gæfilegrar yfirvegunar. Stjórn félagsins afréð að hefta mest öll lánaviðskipti, þó að það væri erfitt á þessum tíma árs, nema skuldararnir gengjust undir skuldbindingu, skrifuðu undir eftirfarandi hátíðlegt loforð:
„Með því að Kaupfélagið Fram í Vestmannaeyjum hefur í dag lofað að lána mér til næstkomandi vertíðar vörur þær, sem ég nauðsynlega þarfn-ast til útgerðar, sem og peninga fyrir beitu, einnig vörur til heimilis, allt eftir því sem nefnt Kaupfélag Fram hefur vörur þessar til á þeim og þeim tíma, þá lofa ég og skuldbind mig til að greiða lán þetta með fiski, lifur, sundmaga og hrognum, sem ég kann að afla á næstkomandi vertíð, svo framt sem ég afla það mikið, að það nægi til lúkningar láninu. Sömuleiðis lofa ég og skuldbind mig til að gefa nefndu félagi afsal fyrir fiskinum og fiskafurðunum jafnóðum og ég afla þeirra eða hvenær sem félagið óskar þess. Skylt er mér að leggja inn lifrina jafnóðum og hún aflast, - einnig að annast hirðingu og verkun á fiskinum og hinum fiskafurðunum."
 
Þannig hljóðaði þá þessi skuldbinding. Flestir skuldunautarnir skrifuðu undir orðalaust. En sumir vildu heldur selja hlut sinn í kaupfélaginu, greiða skuldir sínar með vissum afföllum og vera þannig lausir allra mála. Þennan 500 króna hlut félagsmannsins greiddi kaupfélagið með kr. 3.250,00 og féll þá varasjóðseign seljandans til félagsins án sérstaks gjalds, enda setti þá skuldunauturinn
 
 
   
   


83

breytingar

Leiðsagnarval