„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 561: Lína 561:
Hin persónulega allsherjarábyrgð á lántökum félagsins, sem félagsmenn urðu að ganga undir fyrsta rekstrarárið, féll úr gildi að því ári liðnu.
Hin persónulega allsherjarábyrgð á lántökum félagsins, sem félagsmenn urðu að ganga undir fyrsta rekstrarárið, féll úr gildi að því ári liðnu.
Á aðalfundi félagsins 1. maí 1911, ræddi formaður þess, Halldór læknir, um félagsskapinn í heild og taldi hag hans alveg viðunandi. Flesta byrjunarerfiðleika taldi hann sigraða að mestu. Aðalhættu félagsins taldi formaður stafa af veilu innanfrá, - .,frá félagsmönnum sjálfum, svo sem fyrir tortryggni eða aðra slæma framkomu í garð félagsins",
Á aðalfundi félagsins 1. maí 1911, ræddi formaður þess, Halldór læknir, um félagsskapinn í heild og taldi hag hans alveg viðunandi. Flesta byrjunarerfiðleika taldi hann sigraða að mestu. Aðalhættu félagsins taldi formaður stafa af veilu innanfrá, - .,frá félagsmönnum sjálfum, svo sem fyrir tortryggni eða aðra slæma framkomu í garð félagsins",
svo að greind séu hér hans eigin orð.
Þegar formaður bar upp endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar, greiddu örfáir fundarmenn þeim atkvæði. Allur þorri þeirra sat hjá. Þannig var andinn í fundinum þeim og félagsmönnum.
A fundi þessum gat formaður þess, að stjórn félagsins væri búin að útvega félaginu góða lóð til þess að byggja á vörugeymslu- og afgreiðsluhús, - lóð austan við Bæjarbryggjuna, suður og vestur af Hrófunum. Naumast tók nokkur félagsmanna til máls um þetta framtak félagsstjórnarinnar. Þarna reis hið stóra hús, sem síðar hlaut nafnið Geirseyri og var rifið fyrir fáum árum. Þegar leið á árið 1911 fór að bera á bágborinni eða slæmri samvinnu framkvæmdastjóra félagsins við stjórnina. Taldi hann, að stjórninni kæmi sumt ekkert við um skuldbindingar o. fl. á vegum félagsins. Undir áramótin 1911/1912 fól stjórnin tveim samstjórnarmönnum sínum að gera athugun á vöru- eða útlánum framkvæmdastjórans til ýmissa manna í kauptúninu og svo skuldasöfnun félagsins við stórkaupmenn. Við athugun þessa kom í ljós, að félagið átti útistandandi hjá Eyjabúum um 45 þúsundir króna og skuldaði á sama tíma stórkaupmönnum nálega 134 þúsundir. Stjórninni þótti þessar tölur uggvænlegar, en fékk lítil svör með axlaypptingu hjá framkvæmdastjóranum.
í byrjun ársins 1912 samþykkti stjórnin að gefa félagsmönnum upp eftirfarandi verð á fiski eftir því sem tilboð fiskkaupenda lágu fyrir þá: Verð á þurrkuðum þorski nr. 1 kr. 60,00 hver 160 kg (skpd); á þorski nr. 2 kr. 45,00 hver 160 kg, á löngu kr. 53,00; á ýsu nr. 1 kr. 32,00, og á smáfiski kr. 45,00 hver 160 kg. Verð á þurrum sundmaga var afráðið kr. 0,50 pundið (kr. 1,00 hvert kg), hvít ull 65 aura pundið, mislit ull 50 aura pundið og haustull 45 aura pundið. Þessar tölur birti ég hér til gamans og fróðleiks íhugulum lesendum Bliks.
Eftir aðalfund félagsins 20. apríl 1912 má svo að orði komast, að Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum annist formennsku félagsins, enda þótt Halldór héraðslæknir væri áfram í stjórninni með óskertu trausti félagsmanna. Ef til vill hafa annir hans í embættinu hamlað starfi hans fyrir félagið.
Hinn 21. júní 1912 sendi félagsstjórnin framkvæmdastjóra sínum svolátandi bréf:
„Herra framkvæmdastjóri Jón Einarsson.
Við höfum athugað yðar heiðruðu athugasemdir og svör við samningsformi því, er við lögðum fyrir yður til athugunar. Við höfum í sem fæst¬um orðum lítið annað við þeim að segja en það, að við höfum ekki ætlað að breyta þar verulegu til með samningum í aðalatriðum við þann framkvæmdastjóra, er við hugsuðum okkur að hafa. Hins vegar vildum við benda yður á lög félagsins Herjólfs, og hvað stjórnina snertir þá geymum við okkur þar fullan rétt. Við viljum í sambandi við þetta alvarlega skora á yður í tíma, að þér undirbúið yður að innheimta skuldir, svo að þær verði sem minnstar um næstu áramót, og til hliðsjónar af því gæta þess að lána ekki þeim, sem ekki eru líkur fyrir, að þá geti verið skuldlausir.
Okkur er það fyllilega ljóst eins og yður er víst einnig, að skuldir inn á við um áramót, þegar félagið á að standa í skilum út á við, er félaginu til hins mesta niðurdreps. Nú virðist, að félagið fari að súpa af því seyðið, að þér svo mjög brugðust trausti
okkar með því að lána svo mikið í fyrra.
Við höfum áður skrifað yður um þetta atriði og jafnframt óskað eftir góðri samvinnu við yður, en því miður ekki fengið neitt svar. Þrátt fyrir það leyfum við okkur enn á ný að óska eftir góðri samvinnu við yður þann tíma, sem við kunnum að eiga óunnið saman, því að það er sannfæring vor, að þess sé full þörf, og hefði hún verið nógu góð undanfarið og þér gætt þess að fylgja lögunum í því efni, mundi sumt hafa farið betur í störfum og framkvæmdum félagsins.
Með virðingu. í stjórn h.f. Herjólfs Magnús Guðmundsson Halldór Gunnlaugsson Sveinn P. Scheving Þorsteinn Jónsson Gísli Lárusson
Fram eftir öllu sumri fóru fram samningaumleitanir milli stjórnarinnar og ýmissa fiskkaupmanna um verð á afurðum, sem stjórnin hafði til sölu fyrir félagsmenn. Símskeyti send um verð og magn vörunnar, þjarkað og þrefað.
Valdimar Ottesen hafði verið starfsmaður félagsins um sinn. Hann virðist hafa ætlað að nota aðstöðu sína í starfi fyrir félagið til þess að skara eld að sinni eigin köku, svo að stjórnin neyddist til að segja honum upp starfa og losa sig við hann. Hann hafði safnað skuldum við félagið.
Á fundi stjórnar félagsins 9. sept.
1912 er rætt mikið og ýtarlega um fjárhag félagsins og rekstur. Komst stjórnin að þeirri niðurstöðu, að félagið skorti mjög veltufé sökum þess, hve mikið fé væri fast í útistandandi skuldum, sem trauðlega fengjust greiddar fyrir áramótin næstu. „ ... aðalásteytingarsteinninn er oflítið veltufé og svo einkennilegur skortur á lánstrausti, að helzt lítur út fyrir, að félagið megi hætta störfum innan skamms," eins og segir í fundargerðarbók stjórnarinnar.
Seinast í sept. 1912 barst stjórn Kaupfélags Herjólfs h.f. bréf frá framkvæmdastjóranum Jóni Einarssyni, þar sem hann segir upp stöðu sinni með 6 mánaða fyrirvara. Stjórnin samþykkti, að hann hyrfi frá framkvæmdastjórastarfinu þegar á næsta degi. Jafnframt tilkynnti stjórnin honum, að hann fengi kaup sitt greitt í 3 mánuði, eða til áramóta.
Þegar til átti að taka og stjórnin ætlaði að sækja lyklana að húsakynnum kaupfélagsins, neitaði framkvæmdastjórinn að afhenda þá. Var þá leitað lögfræðilegrar aðstoðar í Reykjavík. Átök þessi fengu þann endi, að Karl sýslumaður Einarsson skarst í málið. Afhenti þá hinn fráfarandi framkvæmdastjóri lyklana.
Nú var Arni Gíslason Lárussonar í Stakkagerði ráðinn til að veita félaginu forstöðu til næstu áramóta. Þótti þó mikið á hann lagt, 23 ára manninn! Laun hans skyldu vera kr. 150,00 á mánuði þessa þrjá mánuði. sem eftir voru af árinu.
Brátt var svo fast að félaginu sótt sökum skulda við stórkaupmenn, að stjórnin sá engin tök á því að reka félagið  áfram,  nema  einhver  ráð yrðu fundin til þess að greiða stærstu skuldaeigendunum. Jafnframt var afráðið að kalla saman almennan fund í félaginu og greina félagsmönnum frá, hvernig komið var hag félagsins. Sá fundur var haldinn 26. okt. I ljós kom, að félagið hafði tapað á verzlunarrekstri sínum kr. 3.900,00 frá s. 1. áramótum. Það var geysimikið tap þá á ekki lengri tíma. Ekki gat fráfarandi  framkvæmdastjóri  gert fundarmönnum, sem einungis voru hluthafar í félaginu, grein fyrir þessu mikla tapi. Síðast var samþykkt tillaga þess efnis, að stjórnin kysi sér sjö félagsmenn sér til aðstoðar til þess að athuga fjárhagsstöðu félagsins og gera síðan að vel athuguðu máli tillögu um framhaldandi rekstur félagsins eða félagsslit. Stjórnin kaus sér þessa aðstoðarmenn: Geir Guðmundsson  á  Geirlandi,  Helga Jónsson í Steinum, Högna Sigurðsson í Baldurshaga, Jón Einarsson á Hrauni, Olaf Auðunsson, Hnausum (nú Sólnes, nr. 5 A við Landagötu), Magnús Þórðarson í Dal og Sigurð Sigurfinnsson á Heiði.
Þrem dögum síðar hélt stjórn félagsins aftur fund með sér og „ráðgjöfum" sínum. Nú var verulega illt 1 efni: Bréf hafði borizt frá stórkaupmanninum Jakob Gunnlögssyni í Kaupmannahöfn þess efnis, að hann mundi brátt ganga að félaginu, ef hann fengi ekki greiddar þær skuld¬ir, sem Kh. Herjólfur stæði í við hann. Námu þær rúmum 25 þúsundum króna. Fyrir skuldum þessum hafði stórkaupmaðurinn veð í verzlunarhúsi félagsins. Hér með hófust látlausar skuldakröfur á félagið. Nú var Magnús Guðmundsson á Vesturhúsum formaður þess, svo að fjárhagsvandræðin og baráttan við kröfuhafana bytnaði hvað mest á honum. Læknirinn virðist nú draga sig mjög í hlé frá öllu starfinu. Þó var hann í stjórn félagsins og mætti þar mjög oft á stjórnarfundum, en skrifaði aldrei undir neina fundargerð stjórnarinnar, eftir að Magnús Guðmundsson var kosinn formaður félagsins 1912. Segja má, að uppgjörið á Kaupfélaginu Herjólfi hf. stæði með litlum hvíldum til ársins 1916. Innheimta þurfti sem mest af öllum útistandandi skuldum hjá Eyjabúum, selja hús félagsins og aðrar eignir, mæta fyrir sáttanefnd og í héraðsrétti vegna málaferla o. fl. o. fl.
Eignir félagsins voru sem hér segir:
1. Verzlunarhúsið, sem það hafði keypt af Lyder Höydal og hann hafði byggt hér í Eyjum nokkru eftir aldamótin. Það hús hefur nú lengi borið nafnið Þingvellir og stóð nokkrum húsbreiddum norðar en nú.
2. „Pakkhús" félagsins, sem það hafði nýlega lokið við að byggja, þegar ósköpin dundu yfir. Síðar bar þetta hús nafnið Geirseyri. Það stóð við Bæjarbryggjuna austanverða og neðan við Strandveginn. Sneri það stafni að bryggjunni. Siðast eignaðist Einar Sigurðsson, hraðfrystihúsaeigandi þetta hús og lét rífa það árið 1969.
3. Bræðsluskúr með öllum tækjum.
4. Kolaport.
5. Uppskipunarbátur. Allar vörur
voru fluttar úr skipum utan af ytri
höfn, Víkinni, inn að bryggju.
6. Verzlunaráhöld öll.
7. Vörubirgðir.
8. Útistandandi skuldir.
Allt voru þetta töluverðar eignir, ef heppnin yrði með um sölu á þeim. Vonir stóðu því til að megin skuldanna yrði greitt, ef vel tækist til um sölu á eignunum.
í júní 1913 var endanlega sam-þykkt að leysa Kaupfélagið Herjólf upp og selja eignir þess til lúkning¬ar á skuldum. Þá hafði á undanförnum mánuðum verið efnt til útsölu á vörum og nokkuð af beztu vörunum verið selt til verzlana í bænum.
Magnús Þórðarson í Hvammi keypti bræðsluskúr K.f. Herjólfs með öllum áhöldum fyrir kr. 1000,00.
Brillouin, fyrrverandi Frakklandskonsúll í Reykjavík, sem um þessar mundir var að móta beinamjölsverksmiðju á Eiðinu í Vestmannaeyjum, keypti uppskipunarbát K.f. Herjólfs fyrir kr. 600.00.
Loks samdist svo um, að Valdimar Ottesen, sem hug hafði á verzlunarrekstri í Eyjum, keypti verzlunarhús félagsins, Þingvelli, fyrir kr. lí!.000,00. Lét hann konu sina, frú Sigríði Eyjólfsdóttur, kaupa húsið eða hafa það á sínu nafni. Þar efndi síðan Valdimar Ottesen til verzlunarreksturs, sem sætti að lokum svipuðum örlögum og verzlunarrekstur K.f. Herjólfs.
Sigurgeir Torfason kaupmaður í Reykjavík, hreppti að lokum „pakkhús" félagsins, sem hann kallaði síðan Geirseyri. Söluverð mun hafa verið 16 þúsundir króna. Hann lét smíða vélbáta í Eyjum og efndi þar til útgerðar.
Maður undir mannshönd gekk í það að innheimta útistandandi verzlunarskuldir Kaupfélagsins Herjólfs hf.. en lítið var þeim ágengt. Afskrifað var að fullu kr. 10.000,00 eða þar um bil. sem vonlaust var að innheimta af skuldum þeim.
Loks varð Jakob Gunnlögsson stórkaupmaður í Kaupmannahöfn að gefa eftir af innstæðu sinni hjá félaginu kr. 5000,00. Annað fékk hann greitt. Sumt með krókaleiðum.
Árið 1916 gerði dr. Alexander Jóhannesson í Reykjavík mikla skuldakröfu á Kaupfélagið Herjólf hf. Doktorinn taldi sig hafa í höndum og eiga sjálfur 96 hlutabréf í fyrirtækinu og hótaði málsókn, yrðu þau ekki endurgreidd strax. Engin tök voru á því, og stefndi hann þá stjórn félagsins, hóf málsókn. Magnús Guðmundsson og Gísli Lárusson mættu í máli þessu f. h. félagsins. Engar sættir urðu þar, og mun svo mál það hafa fjarað út í sandinn.
Síðasti stjórnarfundur Herjólfs var haldinn 6. apríl 1916. Þá hafði stjórn félagsins staðið í látlausu skuldafargani, málssóknum og málsvörnum m. m. undanfarin 3 ár.
   
   


83

breytingar

Leiðsagnarval