„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 515: Lína 515:
Um miðjan ágústmánuð 1909 hélt stjórn kaupfélagsins fund með félagsmönnum. Þar tilkynnti formaður félagsins útvegsbændum, að verð á fiski þeim, sem félagið kæmi til að selja fyrir þá, yrði sem hér segir:
Um miðjan ágústmánuð 1909 hélt stjórn kaupfélagsins fund með félagsmönnum. Þar tilkynnti formaður félagsins útvegsbændum, að verð á fiski þeim, sem félagið kæmi til að selja fyrir þá, yrði sem hér segir:
Spánarfiskur nr. 1 greiddur kaupfélagsmönnum á kr. 61,00 hvert skippund, og fiskur nr. 2 á kr. 44,00 sama þyngd.
Spánarfiskur nr. 1 greiddur kaupfélagsmönnum á kr. 61,00 hvert skippund, og fiskur nr. 2 á kr. 44,00 sama þyngd.
Fund þennan sat hinn ungi og verzlunarlærði Vestmannaeyingur, sem settur hafði verið af framkvæmdarstjórastöðunni, meðan hann spókaði sig við vörukaupin og afurðasöluna þarna úti í henni Kaupmanna-
Fund þennan sat hinn ungi og verzlunarlærði Vestmannaeyingur, sem settur hafði verið af framkvæmdarstjórastöðunni, meðan hann spókaði sig við vörukaupin og afurðasöluna þarna úti í henni Kaupmanna
   
   
höfn. Sagðist hann á fundinum líta enn á sig framkvæmdarstjóra kaupfélagsins, þar sem honum hefði aldrei borizt neitt uppsagnarbréf eða verið sagt upp stöðunni á löglegan hátt. Jafnframt krafðist hann launa frá kaupfélaginu fyrir störf sín í þágu þess.
Hannes Jónsson, hafnsögumaður í Miðhúsum vildi miðla málum á fundinum og kom fram með þá tillögu, að kaupfélagið greiddi unga manninum einhverja þóknun. Enginn greiddi þeirri tillögu atkvæði. Það sannar bezt, hve gremja fundarmanna var bitur og vonbrigðin sár.
Hinn 2. september (1909) var haldinn almennur fundur í Kaupfélaginu Herjólfi. Þar voru m. a. lagðir fram ársreikningar Kaupfél. Vestmannaeyinga fyrir árið 1908, þetta eina starfsár þess. Þeir skyldu fást samþykktir á fundinum. Reis þá ágreiningur með fundarmönnum: Var Kaupfélagið Herjólfur arftaki Kaupfélags Vestmannaeyinga eða var það því gjörsamlega óháð? Að lokum var gengið til atkvæða um það mál og samþykkt nær einróma, að Kaupfélaginu Herjólfi kæmi Kaupfélag Vestmannaeyinga ekkert við. Það yrði því gert upp án nokkurra afskipta Kaupfélagsins Herjólfs eða fundar þess. Þrátt fyrir þessa samþykkt fundarmanna, gengu þeir Sigurður hreppstjóri og Árni gjaldkeri í Kaupfélagið Herjólf og gjörðust þar virkir starfskraftar til þess að fylgja sem öflugast fram samvinnuhugsjóninni í kauptúninu. Samvinnuhugsjónina og bætta verzlunarhætti til hagræðis Eyjafólki í heild mátu þessir menn meira en ágreining um skuldaverzlun eða hið gagnstæða. Enda var það þegar viðurkennt af öllum, að Kaupfélagið Herjólfur eins og Kaupfélag Vestmannaeyinga árið áður, hefði þá þegar haft mikil áhrif á almennt afurðaverð til mikils hagræðis útvegsbændum. Jafnframt hefði það stuðlað að mikilli lækkun á verði allrar neyzluvöru í kauptúninu.
Fyrir forustustarf sitt og brennandi áhuga á þessum hagsmunamálum Vestmannaeyinga hlaut héraðslæknirinn Halldór Gunnlaugsson og nánustu samstarfsmenn hans almennt lof og traust Eyjamanna.
í marzmánaðarlokin 1910 var haldinn aðalfundur hins unga kaupfélags. Hann var haldinn í Þinghúsinu, sem jafnframt var barnaskólahúsið í byggðarlaginu, húseignin Borg nr. 3 við Heimagötu. A fundi þeim var stjórn kaupfélagsins að mestu leyti endurkjörin. Halldór læknir hlaut 67 atkvæði, Þorsteinn í Laufási 56 atkv., Magnús á Vesturhúsum 65 atkv., Gísli í Stakkagerði 43 atkv. og Erlendur Árnason, smiður á Gilsbakka, 33 atkv.
Nú skyldu gjörðar breytingar á lögum kaupfélagsins. Til þess starfs voru kjörnir hinir fyrrum forustumenn Kaupfélags Vestmannaeyinga, Sigurður hreppstjóri Sigurfinnsson og Árni gjaldkeri Filippusson. Þeim var bezt til þess trúandi.
Á aukafundi í félaginu 21. sept 1910 var mjög til umræðu allur sá rógur, sem spunnizt hafði utan um starfsemi Kaupfélagsins Herjólfs á liðnu sumri. Virðist stjórnin hafa boðað til þessa fundar til þess að kveða hann niður, veita félagsmönnum svör við ýmsum spurningum, svo að þeir vissu hið sanna um rekstur þess og áhrif til hins betra í daglegum viðskiptum alls almennings í kauptúninu. A fundi þessum hélt Magnús Guðmundsson ræðu. Óska ég að birta kafla úr henni. Á milli orðanna má álykta um uppsprettu rógsins á starf félagsins o. s. frv. Þar segir í frumheimild: „Magnús Guðmundsson talaði um nauðsyn kaup¬félagsins, og hve áríðandi væri, að góður andi ríkti innan þess félagsskapar og hve mikið það hefði að segja, að menn töluðu svo vel um hann, sem hann verðskuldaði. Gat hann þess, að óhyggilegt væri fyrir einn og sérhvern að taka trúanleg orð kaupmanna um hann vegna þess, að það væri öllum vitanlegt, að þeim væri illa við slíkan félagsskap." — „Þorsteinn Jónsson, Laufási, skýrði frá, að hann hefði heyrt menn segja, að vörur í félaginu væru ekki ódýrari en hjá kaupmönnum. Ef svo væri, þá væri það félaginu að þakka . . . og bæri að þakka því hið fallandi verð á flestum útlendum vörum hér . . ."
Hin 22. jan. 1911 samþykkti almennur fundur í kaupfélaginu hin nýju lög, er Sigurður hreppstjóri og Árni gjaldkeri höfðu þá lokið við að semja fyrir félagið í samvinnu og í samráði við stjórn þess, og þá fyrst og fremst formann þess, Halldór lækni. Áður en fundi lauk, var samþykkt að kosta til prentunar á lögunum. Þess vegna hefi ég þessi lög í hendi mér og óska að láta prenta hér nokkra kafla úr þeim til þess að gefa til kynna og undirstrika hugsjónir þeirra manna, sem beittu sér fyrir hagsbótastarfi Kaupfélagsins Herjólfs hf. hér í Vestmannaeyjum.
2. grein.
Tilgangur félagsins er: a) Að safna stofnsjóði — veltufé — með hlutum frá félagsmönnum til þess að geta ávallt keypt útlendan varning sem mest gegn borgun út í hönd.
b) Að safna varasjóði til að tryggja framtíð félagsins.
c) Að fækka svo sem auðið er öllum óeðlilegum milliliðum í verzlunarviðskiptum.
d) Að útvega félagsmönnum sem beztar vörur með svo góðu verði sem unnt er, og koma innlendum afurðum í svo hátt verð sem auðið er.
e) Að auka þekkingu félagsmanna, einkum í því er snertir samvinnu, félagsskap, verklegar framkvæmdir, vöruvöndun o. fl.
3. grein.
Félagsmaður er hver sá, er kaupir a. m. k. eitt af stofnbréfum félagsins, er hljóða upp á 25 krónur. Af þeim, er hlutabréf hafa og panta vörur í félaginu, sem og utanfélagsmönnum, getur framkvæmdarstjórn eða stjórn félagsins heimtað tryggingu.
Úr 8. grein.
„ . . . Félagsmenn einir hafa at-kvæðisrétt á fundum þannig: að eitt atkvæði skal vera fyrir þann, er á 1—5 stofnbréf; 2 atkvæði fyrir 5— 10 stofnbréf; 3 atkv. fyrir 10—15 stofnbréf og 4 atkv. fyrir 15—20 stofnbréf. Þó á enginn rétt til að greiða meira en 5 atkvæði um félagsmál . . ."
14. grein.
Framkvæmdarstjóri hefur ábyrgð á því fyrir stjórninni —• en stjórnin fyrir félaginu, að ekkert fari forgörð-um af eignum eða skjölum félagsins, er hann getur að gjört, hvort heldur er fyrir óvarkárni eða hirðuleysi.
15. grein.
Stjórn félagsins og starfsmenn semja skrá yfir þær útlendar vörur, sem hún vill láta útvega félagsmönnum, og þær innlendu vörur, sem hún vill annast um sölu á fyrir þá, og ákveður svo hver einstakur félagsmaður, hverjar og hve miklar vörur hann vill fá keyptar eða seldar fyrir milligöngu félagsstjórnarinnar.
Þegar félagið álítur sér fært að láta kaupa vörur til útsölu, útvegar félagsstjórnin þær og leggur útsöluverð á þær jafnt fyrir félagsmenn og utanfélagsmenn.
16. grein.
Allar vörur, sem félagið útvegar einstökum félagsmönnum, sem utanfélagsmönnum, og þeir veita móttöku og borga á tilteknum tíma, skulu þeir fá með minnsta álagi, er stjórn félagsins sér sér fært að leggja á vörurnar. Sama gildir með útsölu á innlendri vöru, hvort heldur hún er til lúkningar skuldar í félaginu (andvirði pantaðrar vöru), eða félagið skal greiða andvirði hinnar innlendu vöru í peningum.
18. grein.
Eigi bera félagsmenn frekari ábyrgð á skuldum félagsins, en að því er stofnfé þeirra nær til.
19. grein.
Flytji hluthafi frá Vestmannaeyj¬um, á hann heimtingu á, að hlutabréf hans séu innleyst með ákvæðisverði, — sömuleiðis erfingjar, ef hluthafi deyr. — (Sjá þó grein 18).
20. grein.
Ágreiningsmál, er rísa kunna milli stjórnar og félagsmanna, eða stjórnar og starfsmanna félagsins, skulu lögð í gerð, og kjósa málsaðilar sinn gerðarmanninn hvor og þeir oddamann. Kostnað við gerðina greiðir sá, er málið fellur á."
Ég hefi hér hlaupið yfir þær greinar laganna, sem fela í sér ákvæði almennra félagslaga þann dag í dag.
Svo sem lögin bera með sér, er Kaupfélagið Herjólfur fyrst og fremst pöntunarfélag og afurðasölufélag, sem þó er byggt upp eins og hvert annað hlutafélag um atkvæðavald og ábyrgð félagsmanna (samanber 18. greinina) enda er félagið iðulega nefnt Hf. Herjólfur.
Hin persónulega allsherjarábyrgð á lántökum félagsins, sem félagsmenn urðu að ganga undir fyrsta rekstrarárið, féll úr gildi að því ári liðnu.
Á aðalfundi félagsins 1. maí 1911, ræddi formaður þess, Halldór læknir, um félagsskapinn í heild og taldi hag hans alveg viðunandi. Flesta byrjunarerfiðleika taldi hann sigraða að mestu. Aðalhættu félagsins taldi formaður stafa af veilu innanfrá, - .,frá félagsmönnum sjálfum, svo sem fyrir tortryggni eða aðra slæma framkomu í garð félagsins",




83

breytingar

Leiðsagnarval