„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 498: Lína 498:


Árni Filippusson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri þess, var kvaddur á fund til þess að gera grein fyrir andvirði þeirra. Hann kvað þau hlutabréf vera alls 170 að tölu og eigendur þeirra samtals 120-130. Jafnframt tilkynnti þessi fyrrv. framkvæmdastjóri og stjórnarmaður kaupfélagsins  sálaða,  að  andvirði
Árni Filippusson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri þess, var kvaddur á fund til þess að gera grein fyrir andvirði þeirra. Hann kvað þau hlutabréf vera alls 170 að tölu og eigendur þeirra samtals 120-130. Jafnframt tilkynnti þessi fyrrv. framkvæmdastjóri og stjórnarmaður kaupfélagsins  sálaða,  að  andvirði
þeirra hlutabréfa væri allt fast í vöruleifum og útistandandi skuldum.
Brátt hvarf ungi, verzlunarlærði Vestmannaeyingurinn af landi burt, sigldi til Kaupmannahafnar til þess að fá lánað timbur í hina væntanlegu nýbyggingu Kaupfélagsins Herjólfs, sem brátt skyldi rísa af grunni þarna austan við Hafnarbryggjuna svokölluðu þá, - síðar Bœjarbryggjan, eftir að Vestmannaeyjabyggð fékk bæjar- eða kaupstaðarréttindi.
Einnig fór ungi maðurinn verzlunarlærði, sem nú hafði verið ráðinn framkvæmdastjóri hins nýja kaupfélags, með herjans mikinn vörulista upp á vasann, pöntunarlista yfir neyzluvörur, sem hann sagði, að stórkaupmaðurinn hefði heitið kaupfélaginu „upp á krít", samkvæmt fullyrðingu unga verzlunarlærða mannsins, er hann sló fleyginn í félagsskapinn, Kaupfélag Vestmannaeyinga, - eða beitti öngulinn, sem allur fjöldi félagsmanna beit á.
Tíminn leið. - Og svo kom heldur betur babb í bátinn.
Formaður Kaupfélagsins Herjólfs, héraðslæknirinn Halldór Gunnlaugsson, boðaði til almenns fundar í kaupfélaginu 18. júní um sumarið eða nokkrum dögum eftir að ungi framkvæmdastjórinn hvarf út til hennar Kaupmannahafnar. Þarna skýrði formaðurinn frá þeirri leiðinlegu staðreynd, - og var þá ekki brattur, - að honum hefði borizt bréf frá Túliniusi stórkaupmanni, þar sem hann gerði þær kröfur til Kaupfélagsins Herjólfs, að það sendi hon¬um þá þegar kr. 12000,00 í peningum upp í andvirði hinna pöntuðu vara. Þá skyldi stórkaupmanninum þar að auki sent allt andvirði efnisins, timbursins, í hina væntanlegu byggingu Kaupfélagsins, vörugeymsluhúsið, sem byggja skyldi þá um haustið (1909), kr. 8000,00.
Nú óska ég að birta hér dálítinn kafla orðréttan úr frumheimildinni um orð formannsins á fundinum: „Ennfremur tjáir nefndur stórkaupmaður, að þó þessir peningar verði sendir fyrirfram, og að fiskur sá, sem félagið kann að hafa á boðstólum í sumar, verði seldar öðrum en honum sjálfum, þá reikni hann sér 5% fyrir innkaup á vörum og „konto kurant" (hlaupareikningur)  að auki miðað við hæstu vexti í National-bankanum í Kaupmannahöfn eða 1% hærri en nefndur banki reiknar sér. Þar að auki skýrir vel nefndur stórkaupmaður frá, að allir „Rabatar" (ágóði), sem kunni að myndast af innkaupum fyrir  nefnt  kaupfélag  falli  þeim sjálfum til en  ekki  Kaupfélaginu Herjólfi, en selji þeir sjálfir fiskinn fyrir það, reikna þeir sér 2^2% í ómakslaun. Ennfremur ber Kaupfélaginu Herjólfi að sækja verzlunarfélagið Thor. E. Túliníus og Co. til saka í Sö- og Handelsreten í Kaupmannahöfn, ef mál rís á milli aðilanna."
Þegar formaðurinn hafði lesið fundarmönnum þessi kjör stórkaupmannsins, urðu fundarmenn felmtri slegnir. Hvernig gátu þeir látið sér koma til hugar önnur eins ókjör eftir alla blíðmælgina, sem ungi verzlunarskólalærði Vestmannaeyingurinn hafði notað, þegar hann var að gylla fyrir þeim hin hagkvæmu og góðu kjör, sem þessi kunni stórkaupmaður byði þeim eða mundi bjóða þeim, ef þeir létu tilleiðast að stofna til viðskipta við hann og til skulda, en margfalda um leið viðskipti félagsins með auknum vörukaupum og hagstæðum sölum á fiskafurðum? Fundarmönnum tók að súrna sáldur í andans augum. Þeir voru slegnir blygðun sökum þess, að þeir höfðu látið ginna sig svona herfilega. Trúgirni og tál. Tæld var einföld sál! -Með einróma samþykkt fundarmanna var ungi, verzlunarlærði maðurinn úti í henni Kaupmannahöfn, þegar settur af framkvæmdastjórastöðunni. Jafnframt var einn af stjórnarmönnum félagsins ráðinn framkvæmdarstjóri Kaupfélagsins Herjólfs. Það var Jón Einarsson á Gjábakka. Svo fór um sjóferð þá.
Halldór læknir Gunnlaugsson, formaður kaupfélagsins, réði mestu um þessar samþykktir fundarmanna, enda hafði hann um sárast að binda.
Hinn nýráðni framkvæmdastjóri, Jón Einarsson, fór þegar til Reykjavíkur og festi kaup á vörum handa kaupfélaginu hjá Garðari Gíslasyni og Hay með þeim skilmálum, að flagið greiddi 500 pund sterlings strax upp í andvirði varanna. Til þess að leysa út gjaldeyri þennan skyldi seldur víxill í íslandsbanka. Samþykkjandi á víxlinum skyldi vera heildverzlunarfyrirtækið        Garðar
Gíslason og Hay en útgefandi og ábekingur skyldi vera Jón Einarsson framkvæmdastjóri f. h. Kaupfélagsins Herjólfs. Svo var um samið, að heildsölufyrirtækið reiknaði sér engin ómakslaun af seldum vörum, ef Kaupfélagið yrði skuldlaust við það 11. september um haustið. Jafnframt gerði kaupfélagið skuldbindandi samning við Garðar Gíslason og Hay um kolakaup í stærri stíl. Skyldi verð þeirra vera kr. 2,62 fyrir skippundið (160 kg eða um 320 pund) komið á Víkina í Vestmannaeyjum. Fyrir andvirði kolanna tók fyrirtækið veð í þeim fiski, sem kaupfélagið kæmi til með að fá til sölu á sumrinu.
Nokkru síðar samdi framkvæmdastjórinn einnig um kaup á salti hjá þessu fyrirtæki til handa útvegsbændum í kaupfélaginu. Verðið var 17-18 krónur hver smálest.
Um miðjan ágústmánuð 1909 hélt stjórn kaupfélagsins fund með félagsmönnum. Þar tilkynnti formaður félagsins útvegsbændum, að verð á fiski þeim, sem félagið kæmi til að selja fyrir þá, yrði sem hér segir:
Spánarfiskur nr. 1 greiddur kaupfélagsmönnum á kr. 61,00 hvert skippund, og fiskur nr. 2 á kr. 44,00 sama þyngd.
Fund þennan sat hinn ungi og verzlunarlærði Vestmannaeyingur, sem settur hafði verið af framkvæmdarstjórastöðunni, meðan hann spókaði sig við vörukaupin og afurðasöluna þarna úti í henni Kaupmanna-




{{Blik}}
{{Blik}}
83

breytingar

Leiðsagnarval