„Blik 1974/Samvinnusamtökin í Vestmannaeyjum, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Lína 465: Lína 465:




== 2. Kaupfélaið Herjólfur ==
== 2. Kaupfélagið Herjólfur ==
 
Á þessum síðasta umrædda fundi í Kaupfélagi Vestmannaeyinga var skipt um stjórn, með því að hinir fyrri stjórnarmenn, Sigurður Sigurfinnsson og Árni Filippusson, gáfu ekki þess kost að vinna lengur að þessum félagsmálum og neituðu að vera í stjórn félagsins. Svo mótfallnir voru þeir breytingunni.
Samkvæmt hinum nýsömdu lögum félagsins skyldu fimm menn skipa stjórnina, en lögin eru ekki ljós að öðru leyti, með því að þau voru enn hvergi skráð.
í hina nýju stjórn félagsins voru kosnir þessir menn:
Halldór Gunnlaugsson læknir með 58 atkvæðum. Hann var síðan kosinn formaður félagsins; Magnús útvegsbóndi Guðmundsson á Vesturhúsum með 57 atkvæðum; Þorsteinn Jónsson, útvegsbóndi í Laufási, með 57 atkvæðum; Gísli Lárusson, gullsmiður og útvegsbóndi í Stakkagerði, með 30 atkvæðum; Jón Einarsson, útvegsbóndi á Gjábakka, með 24 atkvæðum.
 
Endurskoðendur og umsjónarmenn voru kosnir Ágúst Árnason, kennari í Baldurshaga, og Einar Jónsson, útvegsbóndi að Garðhúsum.
Eftir þessa breytingu á lögum, sniði og mótun félagsins var skipt um nafn á því. Nú skyldi það heita Kaupfélagið Herjólfur og var nú í rauninni orðið hlutafélag, með því að afráðið var að láta prenta hlutabréf, sem ætlað var, að félagsmenn keyptu eftir efnum og vilja. Nafnverð bréfanna var 25 krónur.
 
Á fundi 9. maí (1909) var undir-
búið skjal, þar sem útgerðarmenn
skyldu skrá sig með loforðum um
innlegg á afurðum hjá félaginu,
þurrkuðum þorski nr. 1 og 2 og svo
löngu. Þessir menn áttu að vita,
hversu mikið innlegg þeir hefðu á
takteinum af fiski, þegar á sumarið
leið og þeir hefðu verkað vetrarafl-
ann. Jafnframt var mönnum á fundi
þessum boðin hlutabréf til kaups í
Kaupfélaginu Herjólfi. Fyrstu menn,
sem buðust til að kaupa hlutabréfin,
voru Anton Bjarnasen, verzlunarstjóri einokunarverzlunarinnar
dönsku, Austurbúðarinnar, - Brydeverzlunarinnar -, og Gísli J. Johnsen, konsúll og kaupmaður.
 
Alls voru seld 16 hlutabréf á fundi þessum eða samtals fyrir kr. 400,00.
Þá reis ágreiningur innan félagsmanna. Átti að selja hinum tveim nefndu hlutabréfakaupendum hlutabréf og skapa þeim þannig áhrif innan kaupfélagsins? Það varð að lokum samþykkt að neita þeim um hlutabréfin!
Nú þegar var hafizt handa um það, að fá lóð handa félaginu og hefja byggingarframkvæmdir. Á sama tíma var vörupöntunum safnað hjá félagsmönnum. Svo skyldi ungi maðurinn verzlunarlærði sendur til Kaupmannahafnar með erindi Kaupfélagsins Herjólfs og tala þar máli félagsins og tryggja öll viðskipti þess.
Jafnframt var samþykkt að hefjast þegar handa um að byggja á lóð þeirri, sem hið sálaða Kaupfélag Vestmannaeyinga hafði fengið vilyrði fyrir hjá sýslumanni, umboðsmanni landssjóðs, sem þá átti allar Vestmannaeyjar. Lóð þessi var fast austan við Bæjarbryggjuna á suðurmörkum uppsátursins gamla, Hrófanna, norðan Strandstígs, 1227 ferálnir að stærð. Var lóðarsamningur þessi dagsettur 9. júní 1909. Áætlað var, að hið nýstofnaða félag á rústum Kaupfélags Vestmannaeyinga verði kr. 8000,00 til nýbyggingar þessarar.
Bráðlega tókst að selja 79 hlutabréf til þess að safna veltufé. Og svo voru það gömlu hlutabréfin, sem margir félagsmenn áttu enn í Kaupfélagi Vestmannaeyinga.
 
Árni Filippusson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri þess, var kvaddur á fund til þess að gera grein fyrir andvirði þeirra. Hann kvað þau hlutabréf vera alls 170 að tölu og eigendur þeirra samtals 120-130. Jafnframt tilkynnti þessi fyrrv. framkvæmdastjóri og stjórnarmaður kaupfélagsins  sálaða,  að  andvirði
 


{{Blik}}
{{Blik}}
83

breytingar

Leiðsagnarval