„Blik 1974/Bréf til vinar míns og frænda, I. hluti“: Munur á milli breytinga

Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Lína 306: Lína 306:




'''Samvinnuskólapilturinn skildi, hvað klukkan sló'''
Þegar  hér  var  komið  skrifum gamla mannsins, skildi samvinnuskólapilturinn, hvað klukkan sló í skrifstofu Tangans. Og nú tók hann aftur til að skrifa og birta hverja skammargreinina á fætur annarri, til þess að sýna og sanna flokksforustinni hvers hann dygði til.
Fyrst tók hann Kristján Linnet bæjarfógeta til bænar. Greinar um hann kallaði pilturinn „Fúlalæk".
Og svo tók hann til að hundelta mig. - Meðan ég sjálfur persónulega stóð undir áföllunum, fann ég ekkert til. Ég var öllu viðkvæmari fyrir skólanum og starfi mínu þar. En baráttuna taldi ég nauðsynlega skólans vegna og vegna framtíðar minnar í skólastarfinu í bænum, ef takast mætti að gera peningavaldið áhrifalaust um fræðslumálin, svo að skólinn gæti m. a. eignazt hús og varanlegt heimili. - Ég sjálfur átti vissulega fyrir því að fá á baukinn og taldi það ekki eftir mér að þola það.
Svo byrjaði þá samvinnuskólapilturinn að senda mér tóninn.
Hinn 4. september um haustið (1933) skrifaði hann grein í flokksblaðið um fjármál bæjarins. Inn í þá grein blandaði hann rekstri gagnfræðaskólans og kennslu þar. Það varð hans „banabiti". Nú skaltu lesa: Þarna stóð þessi klausa:
„Haustið 1932 hélt Félag ungra Sjálfstæðismanna námskeið, þar sem kenndar voru ýmsar gagnlegar námsgreinar. Á námskeiði þessu kynntist ég kunnáttu ýmissa nemenda, sem höfðu verið í gagnfræðaskólanum. Sérstaklega kynntist ég bæði skrif¬legri og munnlegri íslenzkukunnáttu þeirra. Og ég verð að segja eins og er, að aumlegri menntun hef ég varla getað hugsað mér en þá, sem veitt hafði verið sumum nemendum í þessari grein. Og það, sem sérstaklega sannar slælega kennslu í þessum skóla er það, að margir af þessum nemendum voru bráðgáfaðir og ágætir námsmenn. Ég gæti nefnt fjöldamörg dæmi upp á það, að
skólastjórninni er í ýmsu ábótavant. bæði hvað við kemur stjórnsemi á nemendum og fyrirkomulagi kennslunnar .. ."
Og svo: „Það virðist vera nóg komið af svo góðri skólastjórn, enda mun varla við hana unað . .. Og svo verður aumingja bæjarsjóður að standa straum af þessum skóla. — S. S. S."




{{Blik}}
{{Blik}}
83

breytingar

Leiðsagnarval