Katrín Hjartar Júlíusdóttir (Geithálsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Katrín Hjartar Júlíusdóttir frá Geithálsi, húsfreyja, bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum í Borgarfirði fæddist 4. júní 1947 á Geithálsi.
Móðir hennar var Gunnþórunn Jóhanna Hjartardóttir frá Geithálsi, húsfreyja í Reykjavík, f. 7. maí 1914 á Túnsbergi við Vesturveg 22, d. 5. febrúar 1972. Kjörfaðir Katrínar var Júlíus Kristjánsson frá Patreksfirði, sjómaður, fisksali í Reykjavík, f. 16. júlí 1905 á Hóli í Tálknafirði, d. 3. júlí 1982.

Katrín ólst upp hjá móðurforeldrum sínum á Geithálsi til fimm ára aldurs, þeim Hirti Einarssyni vélstjóra, bátsformanni, f. 19. ágúst 1887 í Þorlaugargerði, d. 30. desember 1975, og konu hans Katrínu Sigurlín Sveinbjörnsdóttur frá Skógum í Mjóafirði eystra, húsfreyju, f. þar 20. apríl 1895, d. 30. júlí 1951.

Þau Kristján Franklín giftu sig 1972, eignuðust fjögur börn. Þau eru bændur í Bakkakoti í Stafholtstungum í Borgarfirði.

I. Maður Katrínar Hjartar, (12. desember 1972), er Kristján Franklín Axelsson bóndi, f. 22. júní 1945. Foreldrar hans voru Axel Adolf Ólafsson bóndi í Álftártungukoti í Álftaneshreppi, Mýras. og Bakkakoti í Stafholtstungum í Mýras., f. 12. desember 1909, d. 10. febrúar 1993, og kona hans Kristín Kristjánsdóttir frá Steinum í Stafholtstungum, húsfreyja, f. 18. júní 1917, d. 3. apríl 2002.
Börn þeirra:
1. Hanna Júlía Kristjánsdóttir kennari í Reykjavík, f. 9. apríl 1968. Maður hennar Tómas Einarsson.
2. Kristín Kristjánsdóttir sjúkraliði, bóndi í Bakkakoti, f. 7. október 1972. Maður hennar Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson.
3. María Hrönn Kristjánsdóttir kennari í Búðardal, bóndi á Vatni í Haukadal, Dalas., f. 20. apríl 1976. Maður hennar Sigurður Hrafn Jökulsson.
4. Guðný Kristjánsdóttir kennari, starfsmaður Landsbankans í Reykjavík, f. 5. júní 1978. Maður hennar Sigurbjörn Jónasson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Katrín Hjartar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.