Karl Bergsson (Hjalteyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Karl Bergsson frá Hjalteyri, bifvélavirkjameistari, varaslökkviliðsstjóri á Selfossi fæddist 18. ágúst 1939 í Ásnesi.
Foreldrar hans voru Jóhann Bergur Loftsson, sjómaður, vélstjóri frá Klauf í V-Landeyjum, f. 27. október 1911, d. 25. janúar 1985, og Ragnhildur Jónía Magnúsdóttir húsfreyja frá Hryggjum og Dyrhólum í Mýrdal, f. þar 19. október 1903, d. 7. ágúst 1992.

Börn Ragnhildar og Bergs:
1. Karl Bergsson bifvélavirkjameistari, varaslökkviliðsstjóri á Selfossi, f. 18. ágúst 1939 í Ásnesi.
2. Magnús Bergsson rafvirki, f. 3. október 1942 í Ásnesi, d. 15. nóvember 2018.
3. Þórey Bergsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, f. 3. október 1942 í Ásnesi.

Karl var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum 1955. Hann fór á samning í bifvélavirkjun hjá Kaupfélagi Árnesinga 1956, hlaut meistarabréf í bifvélavirkjun. Að námi loknu vann hann hjá Kaupfélaginu til 1991, er hann varð varaslökviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu.
Þau Sigríður Erna giftu sig 1962, eignuðust fjögur börn. Þau búa á Selfossi.

I. Kona Karls, (7. október 1962), er Sigríður Erna Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1944. Foreldrar hennar voru Sigurjón Kristinn Jóhannesson bifvélavirki og bifreiðastjóri, síðast á Selfossi, f. 22. júlí 1908, d. 28. september 1969, og Vilborg Eiríksdóttir húsfreyja, f. 18. september 1923, d. 26. febrúar 2015.
Börn þeirra:
1. Inga Þórunn Karlsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 28. apríl 1962. Maður hennar er Valdimar Einarsson.
2. Ragnhildur Björk Karlsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, f. 28. nóvember 1963. Fyrri maður hennar var Valdimar Baldursson. Síðari maður hennar er Þorkell Elí Guðmundsson.
4. Kristinn Loftur Karlsson félagsfræðingur, starfsmaður Öryggismiðstöðvar Íslands, f. 28. september 1972. Fyrri kona er Jenný Helgadóttir Valberg. Síðari kona, (í sambúð), er Sylvía Ríkharðsdóttir Owen.
5. Anton Örn Karlsson sálfræðingur í Reykjavík, f. 21. janúar 1981. Kona hans er Eygló Ída Gunnarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.