Bergur Loftsson (Hjalteyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhann Bergur Loftsson

Jóhann Bergur Loftsson frá Klauf í V-Landeyjum, vélstjóri fæddist 27. október 1911 og lést 25. janúar 1985.
Foreldrar hans voru Loftur Þorvarðarson bóndi, f. 21. október 1886, d. 1. mars 1975, og kona hans Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. október 1883, d. 8. nóvember 1957.

Bergur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann fluttist til Eyja og kvæntist Ragnhildi 1936. Þau eignuðust þrjú börn, bjuggu í Ásnesi, en lengst á Hjalteyri.
Bergur tók vélstjórapróf í Eyjum, var vélstjóri til sjós, en síðar við Hraðfrystistöð Vestmannaeyja í mörg ár, frá 1964 var hann á grafskipinu Vestmannaey.
Hann lést 1985 og Ragnhildur 1992.

I. Kona Jóhanns Bergs, (5. desember 1936), var Ragnhildur Jónía Magnúsdóttir húsfreyja frá Hryggjum og Dyrhólum í Mýrdal, f. 19. október 1903 í Hryggjum, d. 7. ágúst 1992.
Börn þeirra:
1. Karl Bergsson bifvélavirkjameistari, varaslökkviliðsstjóri á Selfossi, f. 18. ágúst 1939 í Ásnesi.
2. Magnús Bergsson rafvirki, f. 3. október 1942 í Ásnesi, d. 15. nóvember 2018.
3. Þórey Bergsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, f. 3. október 1942 í Ásnesi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.