Karitas Þórarinsdóttir
Karitas Þórarinsdóttir stýrimaður á Herjólfi fæddist 27. ágúst 1986.
Foreldrar hennar Þórarinn Þórhallsson pípulagningameistari, plötusmíðameistari, f. 20. mars 1960, og kona hans Hafdís Sigurðardóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 24. mars 1962.
Börn Hafdísar og Þórarins:
1. Írena Þórarinsdóttir, f. 27. september 1983.
2. Karitas Þórarinsdóttir, f. 27. ágúst 1986,
3. Þórhallur Þórarinsson, f. 1. nóvember 1993.
Þær Anna Kristín hófu sambúð, eiga tvö börn. Þær búa við Höfðaveg 6.
I. Sambúðarmaki Karitasar er Anna Kristín Jónsdóttir svæfingarhjúkrunarfræðingur, f. 9. júní 1989.
Börn þeirra:
1. Hafþór Frank, f. 29. júní 2021.
2. Hrafnhildur Björg, f. 31. janúar 2024.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Karitas.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.