Hafdís Sigurðardóttir (sjúkraliði)
Hafdís Sigurðardóttir húsfreyja, sjúkraliði fæddist 24. mars 1962.
Foreldrar hennar Sigurður Guðmundsson vélvirki, rekur Fjölverk, f. 20. september 1944, og kona hans Ester Kristjánsdóttir húsfreyja, verkakona, starfsmaður Sjúkrahússins, skrifstofumaður, f. 3. maí 1944.
Börn Esterar og Sigurðar:
1. Hafdís Sigurðardóttir, f. 24. mars 1962.
2. Helena Sigurðardóttir, f. 10. desember 1963.
3. Vignir Sigurðsson, vélstjóri, f. 8. apríl 1966.
Þau Þórarinn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Strandveg 26.
I. Maður Hafdísar er Þórarinn Þórhallsson pípulagningameistari og plötusmíðameistari, f. 20. mars 1960.
Börn þeirra:
1. Írena Þórarinsdóttir, f. 27. september 1983.
2. Karitas Þórarinsdóttir, f. 27. ágúst 1986,
3. Þórhallur Þórarinsson, f. 1. nóvember 1993.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Þórarinn.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.