Karen Arason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Karen Elisabeth Pomfrey Arason .

Karen Elisabeth Pomfrey Arason frá Westfield í Massachusetts í Bandaríkjunum, kennari fæddist þar 7. febrúar 1950.
Foreldrar hennar Herbert J. Pomfrey sölumaður, f. 25. apríl 1927, og konas hans Dorothy Pomfrey hjúkrunarfræðingur, f. 6. apríl 1929.

Karen var í Mt. Pisgah Academy, Candler í North Carolina til 1968, í Southern College Collegedale í Tennessee (enska og trúfræði) 1968-1971. Hún nam við Newbold College, Bracknell, Berks á Englandi 1971-1974.
Karen kenndi í barnaskóla S. D. aðventista í Eyjum 1974-1976, í Grunnskólanum í Garði, Gull. 1976-1978, í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1980-1982.
Þau Einar Valgeir giftu sig 1972, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Karenar, 18. júní 1972), er Einar Valgeir Arason kennari, f. 2. mars 1950.
Börn þeirra:
1. Einar Karl Einarsson, f. 9. mars 1975.
2. Karólína Einarsdóttir, f. 10. desember 1977.
3. Ómar Þór Einarsson, f. 3. júlí 1979.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.