Kári Coghill Ásbjörnsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Kári Coghill Ásbjörnsson þjónn fæddist 2. ágúst 1908 í Bakkafirði, N.-Múl. og lést 11. september 1932.
Foreldrar hans voru Ásbjörn Pálsson frá Akranesi, sjómaður, f. 2. september 1880, d. 14. október 1952, og kona hans Rannveig Ólafsdóttir frá Miðbýli í Akraneshreppi, húsfreyja, f. 27. apríl 1884 í Háuhjáleigu þar, d. 19. júlí 1941.

Börn Rannveigar og Ásbjörns:
1. Kári Coghill Ásbjörnsson þjónn, f. 2. ágúst 1908, d. 11. september 1932, ókv.
2. Úlla Jóhanna Dollý Ásbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 4. júní 1910 í Stakkahlíð, d. 25. febrúar 1968. Maður hennar var Tyrfingur Þórðarson vélstjóri.
3. Hlöðver Ólafur Ásbjörnsson, f. 31. maí 1912 í Götu, d. 10. maí 1913.
4. Sigríður Pálma Ásbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 28. september 1913 á Gjábakka, d. 4. júlí 1986. Maður hennar var Jóhannes Guðmundsson vélstjóri.
5. Hulda Fanný Ásbjörnsdóttir húsfreyja í Belgíu, f. 22. janúar 1915 á Jaðri, d. 1969. Maður hennar var Lucane Eduware siglingafræðingur.
6. Ásbjörn Ragnar Ásbjörnsson, f. 19. janúar 1917 á Bifröst, fórst á stríðsárunum, ókv.
7. Hlöðver Óliver Ásbjörnsson stýrimaður á Dettifossi, f. 21. maí 1918 á Bjargi í Bakkafirði, d. 21. febrúar 1945, ókv.
8. Ólafur Hafsteinn Ásbjörnsson húsgagnabólstrari í Kaupmannahöfn, f. 22. júlí 1920 í Reykjavík. Kona hans var Guðný Hreiðarsdóttir.
Barn Ásbjörns og Helgu Árnadóttur:
9. Þorsteinn Arnberg Guðni Ásbjörnsson verkstjóri, yfirprentari í Reykjavík, f. 21. ágúst 1904 í Reykjavík, d. 13. júlí 1971. Kona hans Sæunn Jófríður Jóhannesdóttir.

Kári var með foreldrum sínum í Bakkafirði, flutti með þeim til Eyja 1909, var skráður með þeim af og til á árum þeirra í Eyjum, er ekki skráður með þeim brottfluttur 1917 og ekki með þeim á Bakkafirði 1917. Hann er með þeim á Grettisgötu 40 í Reykjavík 1920.
Kári var veitingaþjónn, ókvæntur.
Hann bjó síðast á Öldugötu 52 og lést 1932.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.