Júlíus Hallgrímsson (yngri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Júlíus Hallgrímsson yngri, netagerðarmaður, sjómaður fæddist 10. mars 1973 í Eyjum.
Foreldrar hans Hallgrímur Júlíusson netagerðarmeistari, f. 25. maí 1946, og kona hans Ásta María Jónasdóttir húsfreyja, f. 22. október 1947.

Börn Ástu Maríu og Hallgríms:
1. Þorsteinn Hallgrímsson, f. 13. september 1969. Kona hans Ingibjörg Valsdóttir.
2. Júlíus Hallgrímsson, f. 10. mars 1973. Kona hans Kristjana Ingólfsdóttir.
3. Þóra Hallgrímsdóttir, f. 14. janúar 1976. Sambýlismaður hennar Helgi Bragason.

Júlíus var með foreldrum sínum í æsku, við Hrauntún 21. Hann lærði netagerð vann við hana skamma stund, er sjómaður.
Þau Kristjana hófu búskap, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Litlagerði, en nú við Áshamar.

I. Kona Júlíusar, (25. apríl 1998), er Kristjana Ingólfsdóttir , húsfreyja, f. 14. september 1973.
Börn þeirra:
1. Hallgrímur Júlíusson, flugmaður, f. 10. september 1994 í Eyjum.
2. Ásta Björt Júlíusdóttir, stuðningsfulltrúi, f. 3. apríl 1999 í Eyjum. Sambúðarmaður hennar Baldvin Freyr Ásmundsson úr Reykjavík.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.