Jórunn Jónsdóttir (Kirkjuhvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jórunn Jónsdóttir.

Jórunn Jónsdóttir frá Skagnesi í Mýrdal, vinnukona, bústýra, húsfreyja fæddist þar 9. nóvember 1893 og lést 2. janúar 1981.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson bóndi, f. 31. ágúst 1860 í Skammadal í Mýrdal, d. 10. júní 1929, og kona hans Sigríður Ófeigsdóttir frá Skagnesi, húsfreyja, f. 12. mars 1871, d. 29. október 1942.

Jórunn var með foreldrum sínum á Skagnesi til 1917.
Hún fór til Eyja 1917, var vinnukona á Kirkjuhvoli við Kirkjuveg 65 1920, í Rvk 1930, bústýra hjá Jóni Júlíusi Jónssyni bónda á Birkibóli í Borgarhreppi, Mýr. frá um 1940.
Hún lést 1981.

I. Sambúðarmaður Jórunnar var Jón Júlíus Jónsson bóndi á Birkibóli, f. 11. júlí 1883, d. 31. nóvember 1975. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson bóndi á Valbjarnarvöllum, Mýr., f. 29. september 1850, d. 8. maí 1926 og kona hans Sesselja Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 5. júní 1861, d. 7. apríl 1917.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.