Jóngeir Ingvi Magnússon

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóngeir Ingvi Magnússon í Suðurgarði, verkamaður fæddist 1. september 1934 í Ási við Kirkjuveg 49 og lést 30. janúar 1953 af slysförum.
Foreldrar hans voru Magnús Lúðvíksson sjómaður frá Fáskrúðsfirði, f. 5. júlí 1904, d. 12. maí 1970, og barnsmóðir hans Árný Sigurðardóttir vinnukona, f. 23. desember 1904, d. 15. október 1977.

Jóngeir var með móður sinni í Suðurgarði.
Hann var verkamaður.
Jóngeir féll af bílpalli og lést af áverkum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.