Jónas Kristinn Eggertsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jónas Kristinn Eggertsson trésmiður fæddist 25. október 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Eggert Ólafsson frá Heiðarbæ, sjómaður, vélstjóri, f. 29. júní 1931, d. 11. september 1994, og kona hans Sigrún Almúth Þórmundsdóttir frá Sólheimum í Grímsnesi, húsfreyja, f. 2. janúar 1935, d. 16. júní 1992.

Börn Sigrúnar og Eggerts:
1. Halldóra Birna Eggertsdóttir kennari á Selfossi, f. 13. mars 1953. Maður hennar Sigurður Grétar Bogason.
2. Jónas Kristinn Eggertsson trésmiður í Hafnarfirði, f. 25. október 1956. Kona hans Kristín Auður Lárusdóttir

Jónas var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hefur unnið við trésmíðar í 30 ár.
Þau Kristín Auður giftu sig 1977, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Helgafellsbraut 7 1986, búa nú við Laufvang 12 í Hafnarfirði.

I. Kona Jónasar, (17. desember 1977), er Kristín Auður Lárusdóttir húsfreyja húsfreyja, verslunarmaður, f. 26. september 1957.
Börn þeirra:
1. Lárus Gunnar Jónasson matreiðslumaður, rekur ,,Fiskiféagið“, f. 17. janúar 1978. Kona hans Halldóra Björk Smáradóttir.
2. Brynjar Freyr Jónasson tölvunarfræðingur hjá Íslandsbanka, f. 15. mars 1983. Kona hans Vilborg Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.