Jónas Hallgrímsson (bifreiðastjóri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Jónas Hallgrímsson.

Jónas Hallgrímsson frá Kirkjuvegi 86, bifreiðastjóri, starfsmaður Olíufélagsins Esso, húsvörður fæddist þar 29. júní 1928 og lést 25. júní 2017 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Jónasson frá Fremrikotum í Skagafirði, kennari, rithöfundur, fararstjóri, f. 30. október 1894, d. 24. október 1991, og kona hans Elísabet Valgerður Ingvarsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 8. apríl 1898 í Bárðarkoti í Grenivíkursókn í S.-Þing., d. 22. mars 1976.

Börn Elísabetar og Hallgríms:
1. Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur, f. 23. janúar 1923, d. 19. september 2017.
2. Jónas Hallgrímsson bifreiðastjóri í Reykjavík, starfsmaður Olíufélagsins Esso, húsvörður, f. 28. júní 1928, d. 25. júní 2017.
3. Þórir Hallgrímsson skólastjóri, f. 7. ágúst 1936.

Jónas var með foreldrum sínum, flutti með þeim frá Eyjum til Reykjavíkur 1931, bjó með þeim við Hörpugötu 36 í Skerjafirði.
Hann lauk gagnfræðaprófi í Ingimarsskólanum í Reykjavík og stúdentsprófi í öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð 1985.
Jónas hóf ungur störf bílstjóra hjá Þrótti, varð síðar starfsmaður Olíufélagsins Esso og starfaði þar alla tíð, síðustu árin var hann húsvörður félagsins að Suðurlandabraut 18 uns hann lét af störfum árið 1998 eftir 49 ára starf hjá félaginu.
Þau Hulda Sigríður giftu sig 1949, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Hólmgarði og við Básenda, en að síðust í þjónustuíbúð aldraðra á Fróðengi 2014.
Jónas lést 2017 á sjúkradeild Hrafnistu og Hulda Sigríður 2018.

I. Kona Jónasar, (29. júní 1949), var Hulda Sigríður Ólafsdóttir frá Hraunkoti í Grindavík, húsfreyja, sjúkraliði, f. 20. ágúst 1927, d. 21. ágúst 2018. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson þurrabúðarmaður, f. 24. janúar 1897, d. 10. október 1954, og kona hans Helga Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 6. júlí 1903, d. 27. maí 1989.
Börn þeirra:
1. Hallgrímur Jónasson vélvirki, f. 10. júlí 1947. Kona hans Guðríður Kristófersdóttir.
2. Guðrún Jónasdóttir kennari, f. 10. desember 1949. Maður hennar Eiríkur Páll Eiríksson.
3. Helga Jónasdóttir fóstra, læknir, f. 13. nóvember 1951. Barnsfaðir Lárus Jón Karlsson. Barnsfaðir Hannes Sigurðsson.
4. Elísabet Jónasdóttir kennari, f. 22. febrúar 1953.
5. Ólafur Jónasson vélvirki, f. 12. október 1960. Fyrri kona hans Sigrún Jóna Ævarsdóttir. Kona hans Jóna Sigrún Hjartardóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Maður og bíll : vörubílstjórafélagið Þróttur : saga og félagatal 1931-1987. Ingólfur Jónsson.
  • Morgunblaðið 4. júlí 2017. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.