Jón Reynir Eyjólfsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Jón Reynir Eyjólfsson)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Reynir Eyjólfsson.

Jón Reynir Eyjólfsson skipstjóri fæddist 15. ágúst 1939 í Reykjavík og lést 5. desember 2022 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Hörður Gestsson, f. 2. október 1910, d. 6. mars 1975 og Halldóra Ólafsdóttir, f. 10. júní 1921, d. 29. maí 1951.
Kjörforeldrar hans voru hjónin á Ytri-Þurá í Ölfusi, Eyjólfur Gíslason, f. 2. mars 1876, d. 25. september 1960 og Þuríður Sigurgeirsdóttir, f. 30. júní 1896, d. 12. júní 1969.

Jón lauk farmannaprófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1961 og akipstjórnarprófi á varðskip ríkisins 1965 í sama skóla. Hann lauk bóklegu flugleiðsögumannaprófi í skóla Pan American-flugfélagsins í Bandaríkjunum 1962.
Jón var sjómaður á ms. Heklu (1) 1954-1955 og síðar á skipum Skipadeildar SÍS 1955-1959 og ýmsum skipum, íslenskum og erlendum, 1958-1961.
Hann varð stýrimaður á vs. Maríu Júlíu 1961 og var síðan stýrimaður á varðskipum ríkisins til 1966, stýrimaður og afleysingaskipstjóri og kafari á björgunarbát tryggingafélaganna, ms. Goðanum, 1966-1969, stýrimaður og afleysingaskipstjóri á skipum Skipaútgerðar Ríkisins 1969-1975.
Hann varð skipstjóri á Herjólfi (II) 1976, er hann kom nýr til landsins. Hann var skipstjóri á Herjólfi (III), sem hann sótti ásamt áhöfn til Flekkefjord í Noregi 1992.
Síðari ár vann Jón við eftirlit fyrir Fiskistofu, meðal annars á Flæmska hattinum og var vaktmaður í Helguvík á Reykjanesi.
Þau Sigrún giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn. Þau skildu.
Þau Anna Ólöf hófu sambúð. Hún átti tvö börn áður.

I. Kona Jóns Reynis, (18. desember 1960), var Sigrún Jónsdóttir húsfreyja, myndlistarkona, f. 10. júlí 1937, d. 19. janúar 2023.
Börn þeirra:
2. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, f. 27. október 1960. Maður hennar Þórir Jóhannsson.
3. Elfa Björk Jónsdóttir, f. 26. desember 1961. Kjörmóðir hennar Katrín Guðmundsdóttir.
4. Eydís Þuríður Jónsdóttir, f. 5. febrúar 1964. Barnsfaðir hennar er Guðmundur Heimisson. Maður hennar Gylfi Kristinn Sigurgeirsson.
5. Guðrún Halldóra Jónsdóttir, f. 26. júlí 1970. Maður hennar Julian Mark Williams.
Barn Sigrúnar:
1. Stefnir Svan Guðnason, f. 16. júlí 1958.

II. Sambúðarkona Jóns Reynis var Anna Ólöf Björgvinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 18. ágúst 1946, d. 13. mars 2022.
Börn hennar:
1. Guðfinna Björg Steinarsdóttir, f. 1. október 1967.
2. Jóhann Steinar Steinarsson, f. 8. maí 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.