Anna Björgvinsdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Ólöf Björgvinsdóttir.

Anna Ólöf Björgvinsdóttir hjúkrunarfræðingur, húsfreyja fæddist 18. ágúst 1946 í Reykjavík og lést 13. mars 2022.
Foreldrar hennar voru Björgvin Ólafsson frá Efri-Steinsmýri í Meðallandi, V.-Skaft, símamaður, strætisvagnabílstjóri, f. 3. júní 1922, d. 16. ágúst 2009, og kona hans Guðfinna Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 21. ágúst 1925, d. 30. mars 1998.

Anna varð gagnfræðingur í Héraðsskólanum í Skógum 1962, lauk námi í H.S.Í. í apríl 1969.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu í Eyjum júlí-september 1969, á Heilsugæslustöðinni í Eyjum júní 1970-janúar 1971 og september 1971-apríl 1973, á augndeild Landakotsspítala 5. apríl 1974 til 31. janúar 1975, á Sjúkrahúsinu í Eyjum febrúar 1975-30. september 1977, Borgarspítalanum, Hafnarbúðum 11. júní 1978-28. apríl 1979, Sjúkrahúsinu í Eyjum 10. júní 1979-30. ágúst s. ár, augnlækningadeild Landakotsspítala 16. september 1979-6. júní 1982, aðstoðardeildarstjóri 1. ágúst 1981-6. júní 1982, sumarafleysingar F.S.N. 7. júní -7. september 1982, á Droplaugarstöðum 27. september 1982-28. maí 1983, Sjúkrahúsinu í Eyjum, sumarafleysingar 10. júní-7. september 1983, Bsp., Grensásdeild 25. september 1983-22. júní 1984, Sjúkrahúsinu í Eyjum frá júní 1984.
Þau Steinar giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Ásaveg 16. Þau skildu.
Þau Jón Reynir hófu sambúð.

I. Maður Önnu, (16. desember 1967), var Steinar Óskar Jóhannsson rafvirki, f. 9. mars 1943, d. 22. október 2019.
Börn þeirra:
1. Guðfinna Björg Steinarsdóttir, f. 1. október 1967.
2. Jóhann Steinar Steinarsson, f. 8. maí 1971.

II. Sambúðarmaður Önnu var Jón Reynir Eyjólfsson skipstjóri, f. 15. ágúst 1939, d. 5. desember 2022.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.