Sigrún Jónsdóttir (Neskaupstað)
Sigrún Jónsdóttir frá Neskaupstað fæddist 10. júlí 1937 í Eyjum og lést 19. janúar 2023 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Svan Sigurðsson útgerðarmaður í Neskaupstað, f. 12. febrúar 1913, d. 27. nóvember 1986, og kona hans Jóna Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja, hárgreiðslukona, f. 6. maí 1913, d. 6. febrúar 1982.
Sigrún var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Neskaupstaðar tveggja mánaða gömul.
Hún nam í Eiðaskóla 1952-1953, lauk verslunarprófi í Verslunarskóla Íslands 1956, var þrjá vetur við myndlistarnám í myndlistarskóla.
Sigrún vann á skrifstofu Bændasamtakanna og hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur í 10 ár og á Tollstjóraskrifstofunni í Reykjavík í 20 ár. Hún rak verslun og fatahreinsun í Hafnarfirði í nokkur ár.
Sigrún stundaði listmálun, hélt 20 málverkasýningar innanlands og eina í Danmörku.
Sigrún eignaðist barn með Guðna Stefánssyni frá Karlsskála við Reyðarfjörð 1958.
Þau Jón Reynir giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn, en skildu eftir 25 ára sambúð.
Sigrún lést 2023.
I. Barnsfaðir Sigrúnar er Guðni Stefánsson, f. 5. október 1938.
Barn þeirra:
1. Stefnir Svan Guðnason, f. 16. júlí 1958.
II. Maður Sigrúnar, (18. desember 1960, skildu), var Jón Reynir Eyjólfsson frá Ytri-Þurá í Ölfusi, skipstjóri, f. 15. ágúst 1939, d. 5. desember 2022. Foreldrar hans voru Hörður Gestsson, f. 2. október 1910, d. 6. mars 1975, og Halldóra Ólafsdóttir, f. 10. júní 1921, d. 29. maí 1951.
Kjörforeldrar hans voru Eyjólfur Gíslason og Þuríður Sigurgeirsdóttir.
Börn þeirra:
2. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, f. 27. október 1960. Maður hennar Þórir Jóhannsson.
3. Elfa Björk Jónsdóttir, f. 26. desember 1961. Kjörmóðir hennar Katrín Guðmundsdóttir.
4. Eydís Þuríður Jónsdóttir, f. 5. febrúar 1964. Barnsfaðir hennar er Guðmundur Heimisson. Maður hennar Gylfi Kristinn Sigurgeirsson.
5. Guðrún Halldóra Jónsdóttir, f. 26. júlí 1970. Maður hennar Julian Mark Williams.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 31. janúar 2023. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.