Jón Magnússon Bergmann (Gjábakka)
Jón Magnússon Bergmann bóndi, vinnumaður, sjómaður, fæddist 8. desember 1815 í Kornhól og lést líklega 1875.
Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson Bergmann verslunarstjóri í Garðinum, f. 1774, d. 18. ágúst 1848, og kona hans Þórunn Teitsdóttir húsfreyja, f. 30. janúar 1776, d. 14. ágúst 1830.
Jón var með fjölskyldu sinni í Kornhól og á Gjábakka og fluttist með henni að Skildinganesi 1823.
Hann fluttist að bænum Keflavík 1835, var vinnumaður á bænum Sandgerði a.m.k.1838-1839. Þá fór hann að Stað í Grindavík, en Elín barnsmóðir hans fór til Reykjavíkur um líkt leyti. Hann var vinnumaður á Stað 1839 og 1844.
Jón giftist Neríði 1846, var kvæntur bóndi á Hópi í Grindavík 1850 og 1855.
Hann var kvæntur vinnumaður hjá Guðríði systur sinni í Miklaholti á Snæfellsnesi 1870, en konan var ekki þar.
Jón fór frá Miklaholti 1872 til Grindavíkur.
Hann er líklega sá, sem drukknaði 1875.
I. Barnsmóðir Jóns að tveim börnum var Elín Jónsdóttir vinnukona á Sandgerði, f. 1810.
Börn þeirra voru
1. Björn Jónsson Bergmann, f. 15. nóvember 1838, d. 1. desember 1838.
2. Guðrún Jónsdóttir Bergmann, f. 1. maí 1840, var í Reykjavík 1875.
II. Kona Jóns, (23. desember 1846, skildu), var Neríður Hafliðadóttir, f. 7. desember 1818 í Hafnasókn, d. 9. júní 1889 í Fuglavík. Foreldrar hennar voru Hafliði Sigurðsson vinnumaður á Kirkjuvogi í Höfnum, f. 1787 og kona hans Iðunn Hafliðadóttir húsfreyja, f. 1794.
Börn þeirra hér:
1. Magnús Jónsson Bergmann útvegsbóndi og hreppstjóri í Fuglavík á Miðnesi, f. 12. júní 1846, d. 25. ágúst 1925.
2. Þórunn Jónsdóttir, f. 23. ágúst 1849, var með foreldrum sínum á Hópi 1855, d. 1. október 1860.
3. Elín Jónsdóttir Bergmann bústýra í Meiðakoti 1880, húsfreyja á Bergi 1890, í Tjarnarkoti 1901, síðar bústýra í Gerðum, f. 31. ágúst 1844, d. 3. maí 1913.
4. Teitur Jónsson, f. 7. maí 1855, d. 3. ágúst 1855.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.