Jón G. Kristinsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Guðmundur Kristinsson.

Jón Guðmundur Kristinsson, (Bonni) , sjómaður, stýrimaður, skipstjóri fæddist 8. nóvember 1933 og lést 12. febrúar 1986.
Foreldrar hans voru Jóhann Kristinn Guðmundsson vélstjóri, f. 3. nóvember 1904 á Kaldalæk á Vattarnesi v. Reyðarfjörð, d. 18. febrúar 1943, er m.s. Þormóður fórst, og kona hans, (skildu 1940), Jústa Emelía Benediktsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1908 í Ólafsvík, d. 5. júlí 1993.

Börn Emelíu og Kristins:
1. Anna Helga Kristinsdóttir, f. 28. ágúst 1932, d. 23. ágúst 1995. Maður hennar Þór Georg Þorsteinsson, látinn.
2. Jón Guðmundur Kristinsson, f. 8. nóvember 1933, d. 12. febrúar 1986. Kona hans Fjóla Jóhanna Halldórsdóttir, látin.
3. Rudólf Kristinsson, f. 17. júlí 1936, ókvæntur.
Börn Emilíu og Þormóðar Ottós Jónssonar:
4. Ragnheiður Kristín Þormóðsdóttir, f. 12. mars 1943. Maður hennar Ólafur Björn Guðmundsson.
5. Arnþór Brynjar Þormóðsson, f. 10. ágúst 1944, d. 6. maí 2005. Fyrrum kona hans Jóna Benediktsdóttir.
Fósturbarn þeirra Emelíu og Þormóðs:
6. Ingþór Pétur Þorvaldsson, f. 6. janúar 1960.

Jón var með foreldrum sínum, en faðir hans lést, er Jón var 10 ára.
Hann lauk prófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1960.
Jón var við stjórn fiskiskipa í aldarfjórðung, var m.a. stýrimaður eða skipstjóri á Helgu og Helgu II. Hann var stýrimaður á Helgu II. nóttina 12. febrúar 1986, er hann féll milli skips og bryggju í Friðarhöfn og drukknaði.
Þau Fjóla Jóhanna giftu sig 1960, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Kópavogi.
Jón Kristinn lést 1986. Fjóla Jóhanna fluttist síðar til dóttur sinnar í Keflavík. Hún lést 2009.

I. Kona Jóns Kristins, (10. desember 1960), var Fjóla Jóhanna Halldórsdóttir frá Kálfakoti í Reykjavík, húsfreyja, dagmóðir, saumakona, f. 29. júní 1940, d. 16. mars 2009. Foreldrar hennar voru Halldór Guðmundsson frá Stokkseyri, f. 13. janúar 1905, d. 23. júní 1969, og Þóra Jónsdóttir frá Valþúfu á Fellsströnd í Dalasýslu, f. 5. júlí 1908, d. 25. apríl 1992.
Börn þeirra:
1. Kristinn Helgi Jónsson matreiðslumaður, f. 5. nóvember 1962. Kona hans Hafdís Bjarnadóttir.
2. Emilía Dröfn Jónsdóttir danskennari, f. 24. nóvember 1963. Maður hennar Skúli Bjarnason.
3. Jón Þórir Jónsson símvirki, f. 31. janúar 1966. Barnsmóðir hans Sigrún Rósa Steindórsdóttir. Kona hans Sigríður Halldórsdóttir.
4. Anna Helga Jónsdóttir, f. 18. október 1969. Barnsfaðir hennar Rögnvaldur Þór Rögnvaldsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.