Jónína Sigríður Stefánsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jónína Sigríður Stefánsdóttir húsfreyja fæddist 16. júlí 1889 og lést 18. nóvember 1915.
Foreldrar hennar voru Stefán Bjarnason bóndi og sjómaður í Seldal og Ormsstaðahjáleigu í Norðfirði, f. 9. janúar 1853, d. 3. febrúar 1915, og kona hans Guðbjörg Matthíasdóttir, f. 11. nóvember 1865, d. 11. janúar 1947.

Jónína Sigríður var með foreldrum sínum í Seldal 1890, var í fóstri á Bakkaeyri í Borgarfirði eystra 1901, bústýra í Bólstað 1910.
Hún lést 1915.

Maður Jónínu Sigríðar, (14. janúar 1911), var Guðjón Eggertsson sjómaður, f. 17. janúar 1881, d. 27. september 1936.
Börn þeirra hér:
1. Þorsteinn Ragnar Guðjónsson, f. 1. maí 1909, d. 21. febrúar 1978. Hann var tökubarn á Ytri-Sólheimum í Mýrdal 1920.
2. Guðmundur Hafsteinn Sigurjón Guðjónsson sjómaður, leigubílstjóri og bílamálari í Reykjavík, f. 1. mars 1914, d. 24. október 1975.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.