Guðmundur Guðjónsson (Seljalandi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðmunmdur Hafsteinn Sigurjón Guðjónsson frá Seljalandi, sjómaður, leigubílstjóri og bílamálari fæddist þar 1. mars 1914 og lést 24. október 1975.
Foreldrar hans voru Guðjón Eggertsson sjómaður frá Götu, f. 7. janúar 1881, d. 27. september 1936, og kona hans Jónína Sigríður Stefánsdóttir frá Seldal í Norðfirði, húsfreyja, f. 16. júlí 1889, d. 18. nóvember 1915.

Börn Jónínu og Guðjóns:
1. Þorsteinn Ragnar Guðjónsson, f. 1. maí 1909, d. 21. febrúar 1978. Hann var tökubarn á Ytri-Sólheimum í Mýrdal 1920.
2. Guðmundur Hafsteinn Sigurjón Guðjónsson sjómaður, leigubílstjóri og bílamálari í Reykjavík, f. 1. mars 1914, d. 24. október 1975.

Guðmundur var skamma stund með foreldrum sínum. Móðir hans lést, er hann var á öðru ári sínu. Hann var með föður sínum og ráðskonu hans.
Hann stundaði sjómennsku, flutti til Reykjavíkur, var leigubílstjóri og bílamálari.
Þau Kristín hófu búskap, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Brautarholti í Reykjavík.

I. Sambúðarkona Guðmundar var Kristín Sigurðardóttir frá Kalmanstjörn í Höfnum, húsfreyja, starfsmaður á sjúkrahúsi, f. 12. mars 1923, d. 7. júní 1973. Foreldrar hennar voru Sigurður Helgi Ólafsson, f. 21. október 1892, d. 29. júní 1975, og Jónína Guðmundsdóttir, f. 20. júní 1896, d. 29. október 1985.
Börn þeirra:
1. Steinar Guðmundsson, f. 4. apríl 1947, d. 29. mars 2007. Fyrrum kona hans Þórhildur Brynjólfsdóttir.
2. Sigurður Guðmundsson, f. 4. júní 1950, d. 2. ágúst 2019. Kona hans Kristín María Westlund.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 14. ágúst 2019. Minning Sigurðar Guðmundsonar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.