Jóhannes Sigfússon (lyfsali)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Jóhannes Sigfússon lyfjafræðingur, lyfsali, fæddist 10. apríl 1902 á Eskifirði og lést 23. ágúst 1950.
Foreldrar hans voru Sigfús Daníelsson kennari, hreppstjóri, verslunarstjóri á Ísafirði, f. 18. júlí 1868, d. 15. maí 1937 og kona hans Anna Daníelsson, f. Klausen 30. október 1870 í Bergen, d. 14. október 1959.

Jóhannes lauk gagnfræðaprófi í Reykjavík, nam í Ísafjarðarapóteki og Grenaa Apotek. Hann varð Exam. pharm. vorið 1926 í Danmörku, var í Den farmaceutiske Læreanstalt vorið 1927-hausts 1928, varð cand. pharm. í október 1928.
Hann var lyfjafræðingur í Ingólfs Apóteki nóvember 1928-september 1931, lyfsali í Apóteki Vestmannaeyja 1. september 1931-23. ágúst 1950, er hann lést.
Þau Aase giftu sig 1929, eignuðust tvö börn, en misstu annað þeirra tæpra tveggja ára. Þau bjuggu í Arnarholti, sem var nafn á húsi lyfjaverslunarinnar.
Jóhannes lést 1950 og Aase 1993.

Kona Jóhannesar, (9. ágúst 1929), var Aase Sigfússon húsfreyja, lyfjafræðingur, lyfsali, f. 24. júnií 1903 í Óðinsvéum í Danmörku, d. 16. febrúar 1993.
Börn þeirra:
1. Kirsten Anna Sigfússon, f. 30. apríl 1933, d. 12. ágúst 1968.
2. Birgir Christian Sigfússon, f. 5. nóvember 1936, d. 1. október 1938.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Lyfjafræðingatal. Lyfjafræðingafélag Íslands: lyfjafræðingar á Íslandi 1760-1982. Höfundar Ingibjörg Böðvarsdóttir, Axel Sigurðsson, Áslaug Hafliðadóttir, Lyfjafræðingafélag Íslands. Útg. Lyfjafræðingafélag Íslands 1982.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.