Aase Sigfússon (lyfsali)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Aase Wirlitsch Sigfússon lyfjafræðingur, lyfsali fæddist 24. júní 1903 í Óðinsvéum í Danmörku og lést 16. febrúar 1993.
Foreldrar hennar voru Níels Christian Christophersen fátækrafulltrúi, f. 30. apríl 1865, d. 5. nóvember 1928 og fyrri kona hans Emilie Christophersen, fædd Wirlitch 14. janúar 1874 í Bæheimi í Austurríska keisaradæminu, d. 26. nóvember 1937.

Hún varð stúdent í St. Knuds Gymnasium í Óðinsvéum 1921, stundaði nám í St. Albani Apotek í Óðinsvéum 1922-1925, varð Exam. pharm. í október 1925, Cand. Pharm. í Farmaceutisk Læreanstalt í Kaupmannahöfn 1928.
Aase var aðstoðarlyfjafræðingur í St. Albani Apotek í Óðinsvéum haustið 1925-vors 1927, lyfjafræðingur í Reykjavíkur apóteki 1929-31, í Apóteki Vestmannaeyja september 1931-desember 1950. Hún var lyfsali þar 21. desember 1950-ágúst 1969.
Þau Jóhannes giftu sig 1929, eignuðust tvö börn, en misstu annað þeirra tæpra tveggja ára. Þau bjuggu í Arnarholti, sem var nafn á húsi lyfjaverslunarinnar.

I. Maður Aase, (9. ágúst 1929), var Jóhannes Sigfússon lyfjafræðingur, lyfsali, f. 10. apríl 1902 á Eskifirði, d. 23. ágúst 1950.
Börn þeirra:
1. Kirsten Anna Sigfússon, f. 30. apríl 1933, d. 12. ágúst 1968.
2. Birgir Christian Sigfússon, f. 5. nóvember 1936, d. 1. október 1938.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Lyfjafræðingatal. Lyfjafræðingafélag Íslands: lyfjafræðingar á Íslandi 1760-1982. Höfundar Ingibjörg Böðvarsdóttir, Axel Sigurðsson, Áslaug Hafliðadóttir, Lyfjafræðingafélag Íslands. Útg. Lyfjafræðingafélag Íslands 1982.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.