Jóhanna Jóhannesdóttir (Litlu-Heiði)
Jóhanna Jóhannesdóttir húsfreyja á Seyðisfirði, síðar í dvöl hjá syni sínum í Eyjum fæddist 11. október 1858 á Möðrudal í N. Múlasýslu og lést 22. júlí 1947.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson vinnumaður í Möðrudal, f. 4. október 1835, d. 27. júlí 1858, og barnsmóðir hans Katrín Ófeigsdóttir vinnukona þar, síðar húsfreyja á Neðra-Meðalfelli og Austurhól í A.-Skaft., f. 13. júní 1825, d. 4. júní 1915.
Jóhanna var með vinnukonunni móður sinni á Meðalfelli í A.-Skaft. 1860, með húsfreyjunni móður sinni í Austurhól í Bjarnanessókn í A.-Skaft. 1870, húfreyja í Vestdal í Seyðisfirði 1880, húsfreyja í Jóhannshúsi á Seyðisfirðir 1890, bjó ekkja í Einarshúsi á Seyðisfirðir 1901, ekkja í Jóhönnuhúsi á Seyðisfirðir 1910 með Jóhannes hjá sér.
Hún flutti til Eyja 1929, var með fjölskyldu Jóhannesar sonar síns í Frydendal 1929, var með þeim á Staðarfelli við Kirkjuveg 53 1930 og 1933, á Heiði 1934 og síðan til dánardægurs 1947. Hún var jarðsett á Seyðisfirði.
I. Maður hennar var Jóhann Matthíasson Long verkamaður á Seyðisfirðir, f. 16. júní 1853, d. 9. desember 1898. Foreldrar hans voru Matthías Richardsson Long verkamaður, f. 1813, d. 20. apríl 1882, og kona hans Jófríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 11. desember 1816, d. 31. október 1859.
Börn þeirra:
1. Einar Páll Jóhannsson Long afgreiðslumaður, verkamaður á Seyðisfirði, síðast í Reykjavík, f. 15. febrúar 1879, d. 19. maí 1964.
2. Karl Gísli Sigurjón Jóhannsson Long fiskimatsmaður á Seyðisfirði, f. 8. desember 1885, d. 7. júní 1956.
3. Jóhannes Hróðnýr Jóhannsson Long kaupmaður, verkstjóri, f. 18. ágúst 1894, d. 7. mars 1948.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Ættir Austfirðinga. Einar Jónsson og fleiri. Austfirðingafélagið í Reykjavík 1953-1968.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.