Jóhanna Hinriksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jona Jóhanna Gunnarstein Hinriksson.

Jona Jóhanna Gunnarstein Hinriksson (Hanna) frá Færeyjum, húsfreyja fæddist 3. október í Vaag þar og lést 5. júní 2004 í Halmstad í Svíþjóð.
Foreldrar hennar voru Jakob Juul Gunnarstein sjómaður, f. 6. apríl 1883, d. 1955 og Fredricka Maria Gunnarstein húsfreyja, f. 14. október 1887, d. 1956.

Jóhanna var með foreldrum sínum, en starfaði á Íslandi á unglingsárum sínum.
Þau Elís giftu sig 1941, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Kirkjudal við Skólaveg 45.
Elís fórst með vb. Guðrúnu 1953.
Jóhanna var síðar matráðskona í Reykjavík og húsfreyja í Halmstad í Svíþjóð.
Þau Ásmundur giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en fóstruðu barn. Auk þess átti Ásmundur fósturdóttur frá fyrra hjónabandi sínu. Þau bjuggu síðast í Svíþjóð.
Ásmundur lést 2000 og Jóhanna 2004.

I. Maður Jóhönnu, (19. október 1941 í Færeyjum), var Elís Hinriksson frá Búðum í Fáskrúðsfirði, sjómaður, f. 20. apríl 1919, drukknaði 23. febrúar 1953.
Barn þeirra:
1. Alfreda María Elísdóttir, býr í Svíþjóð, f. 19. september 1941.

II. Maður Jóhönnu var Ásmundur Gunnlaugur Sigurjónsson skipstjóri, f. 27. desember 1908 í Vindheimi í Neskaupstað, d. 6. febrúar 2000 í Svíþjóð. Foreldrar hans voru Sigurjón Ásmundsson, f. 8. mars 1883, d. 25. október 1953, og Helga Davíðsdóttir húsfreyja, f. 9. janúar 1885, d. 25. júlí 1920.
Fósturbarn hans frá fyrra hjónabandi:
2. Sólrún Hervör Heinesen Jónsdóttir, býr á Hofsósi, f. 2. ágúst 1944.
Fósturbarn Jóhönnu og Ásmundar:
3. Elísa Helga, býr í Svíþjóð.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 16. febrúar 2000. Minning Ásmundar.
  • Morgunblaðið 20. júní 2004. Minning Jóhönnu.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.