Elís Hinriksson (sjómaður)
Elís Hinriksson frá Búðum í Fáskrúðsfirði, sjómaður fæddist 20. apríl 1919 og fórst 23. febrúar 1953.
Foreldrar hans voru Hinrik Benedikt Jónsson sjómaður á Melstað á Búðum, f. 6. júlí 1885, d. 11. júní 1975, og kona hans Arnórína Snjófríður Guðnadóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1880, d. 27. janúar 1961.
Bróðir Elísar í Eyjum var
1. Jón Þórarinn Hinriksson í Kirkjudal við Skólaveg 45, sjómaður, f. 17. mars 1918, d. 26. ágúst 1983.
Elís hóf ungur sjómennsku, var um skeið í Færeyjum.
Þau Jóhanna giftu sig 1941 í Færeyjum, eignuðust eitt barn. Þau fluttu til Eyja 1952, bjuggu í Kirkjudal við Skólaveg 45.
Elís var háseti á vb. Guðrúnu og fórst með henni 23. febrúar 1953.
I. Kona Elísar, (19. október 1941 í Vaag í Færeyjum), var Jona Jóhanna Hinriksson, f. Gunnarstein, húsfreyja, f. 3. oktróber 1919 í Vaag á Suðurey í Færeyjum, d. 5. júní 2004.
Barn þeirra:
1. Alfreda María Elísdóttir, býr í Svíþjóð, f. 19. september 1941.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Fylkir 9. tbl., 27. mars 1953. Minning.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.